Fréttir

Ályktun um vindhraðamæli

Í lok foreldrafundarins, sem sagt var frá hér í fyrri frétt, lagði stjórn Foreldrafélags Grunnskóla Fjallabyggðar fram ályktun þar sem skorað er á Vegagerðina að koma upp vindhraðamæli á Saurbæjarásnum í Siglufirði. Ályktunin var samþykkt samhljóða.
Lesa meira

Foreldrar með markmið, áhugaverður fyrirlestur

Í gær, fimmtudaginn 25. febrúar, stóð Foreldrafélag Grunnskóla Fjallabyggðar og Dalvíkurskóli fyrir fræðslufundi um eineltismál. Mjög góða mæting var á fundinn.
Lesa meira

Vetrarleikar UÍF

Árlegir Vetrarleikar UÍF hefjast í dag, föstudaginn 26. febrúar og standa þeir til 6. mars. Sem fyrr munu íþrótta- og ungmennafélögin í Fjallabyggð bjóða upp á fjölbreytta hreyfingu og viðburði þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Lesa meira

Anna Hulda nýr skjalavörður

Þann 3. febrúar sl. var auglýst laust til umsóknar 50% starf skjalavarðar við Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar. Þrjár umsóknir bárust og var Anna Hulda Júlíusdóttir metin hæfust umsækjanda.
Lesa meira

Siglómótið í blaki

Hið árlega Siglómót í blaki verður haldið dagana 26. - 27. febrúar. 48 lið eru skráð til leiks, 12 karlalið og 26 kvennalið. Leikið verður í tveimur deildum hjá körlum og fjórum deildum hjá konum. Fimm lið frá heimafólki eru skráð til leiks, fjögur kvennalið frá Súlum og eitt karlalið frá Hyrnunni.
Lesa meira

Gospelkór Akureyrar með tónleika í Siglufjarðarkirkju

Gospelkór Akureyrar ásamt systrunum Ragnhildi Sigurlaugu og Sigurbjörgu Svandísi Guttormsdætrum frá Grænumýri verða með tónleika í Siglufjarðarkirkju laugardaginn 27. febrúar kl. 20:00. Stjórnandi er Heimir Ingimarsson
Lesa meira

Hási Kisi í Alþýðuhúsinu

Laugardagskvöldið 27. feb. kl. 20:00 mun ljóðahópurinn Hási Kisi og gestur, vera með ljóðaupplestur í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Lesa meira

Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk

Þriðjudagskvöldið 22. febrúar var undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar haldin í skólahúsinu við Tjarnarstíg en það er 7. bekkur sem tekur þátt í þeirri keppni.
Lesa meira

Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum um styrki til atvinnuþróunar og nýsköpunar.
Lesa meira

Ást gegn hatri - fyrirlestur

Ást gegn hatri er yfirheitið á fyrirlestrum þeirra feðgina Selmu Bjarkar og Hermanns Jónssonar en þau ætla að heimsækja Fjallabyggð 25. og 26. febrúar.
Lesa meira