Ljósmyndasýning Ljósmyndaklúbbs Fjallabyggðar

Sýningin verður í Bláa húsinu
Sýningin verður í Bláa húsinu

Ljósmyndaklúbbur Fjallabyggðar heldur ljósmyndasýningu í Bláa Húsinu á Rauðkutorgi um páskana.

Sautján félagar í klúbbnum sýna þar myndir, auk þess sem sýndar verða litmyndir sem Hjörtur Karlsson, sem lést árið 2000, tók um og uppúr miðri síðustu öld.

Sýningin verður opin kl. 14:00 - 18:00 frá Skírdegi til og með Páskadags.

Auk þess að standa fyrir ljósmyndasýningum heldur klúbburinn úti Feisbókarsíðu með myndum frá Fjallabyggð, haldnir eru spjallfundir um ljósmyndun og námskeið fyrir félagsmenn.