Fréttir

Sýning í Listhúsinu - Carissa Baktay

Sýning verður í Listhúsinu Ólafsfirði föstudaginn 22. apríl nk. milli kl. 18:00 - 20:00. Það er listamaðurinn Carissa Baktey (Canada/Portugal) sem heldur sýninguna sem ber yfirskriftina so here, only briefly. Kl. 19:00 verður upplestur sem Graycloud Rios (Minnesota, USA) sér um.
Lesa meira

Kökubasar

Foreldrafélag Leikskála heldur kökubasar í Kiwanishúsinu miðvikudaginn 20. apríl kl. 8:30. Komið og kaupið gómsætar tertur og brauð og styðjið um leið krílin í bænum!
Lesa meira

Eyfiriski safnadagurinn 2016

Eyfirski safnadagurinn er haldinn fimmtudaginn 21. apríl nk. - á sumardaginn fyrsta nánar tiltekið. Söfn, setur og sýningar á Eyjafjarðarsvæðinu verða með opið frá kl. 13:00 - 17:00 og ókeypis aðgang í tilefni dagsins. Þema ársins er "Hafið bláa hafið" og verður margt fróðlegt og skemmtilegt í boði á söfnunum þennan daginn!
Lesa meira

Glæsileg vorsýning

Í gær, miðvikudaginn 13. april, var vorhátíð 1.-7. bekkjar í Tjarnarborg. Fyrir hádegi var haldin nemendasýning þar sem nemendur fengu að sjá atriði hinna bekkjanna og um kvöldið var síðan sýning fyrir fullum sal af áhorfendum.
Lesa meira

Opnun tilboða vegna þriggja verkefna

Í gær, þriðjudaginn 12. apríl, voru opnuð tilboð í þrjú verkefni sem Fjallabyggð auglýsti um miðjan mars.
Lesa meira

130. fundur bæjarstjórnar

130. fundur Bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Tjarnaborg, Ólafsfirði,15. apríl 2016 og hefst kl. 17:00
Lesa meira

DrinniK með tónleika í Alþýðuhúsinu

Laugardaginn 16. apríl kl. 20:00 verður hljómsveitin DrinniK frá Akureyri með tónleika í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. DrinniK er glænýtt tríó sem spilar frumsamda tónlist undir sígaunaáhrifum.
Lesa meira

Vorhátíð 1. - 7. bekkjar

Á miðvikudaginn, 13. apríl, verður Vorhátíð 1. - 7. bekkjar Grunnskóla Fjallabyggðar haldin í Tjarnarborg og hefst hátíðin kl. 18:00. Nemendur hafa æft stíft undanfarið og á skemmtununni mun hver bekkur flytja sitt atriði.
Lesa meira

Við erum öll í ferðaþjónustu

Opinn fundur um ferðaþjónustu á Sigló Hótel, Siglufirði, fimmtudaginn 7­. apríl kl. 16:30 - 18:30
Lesa meira

Sýningar í Listhúsinu Ólafsfirði

Þriðjudaginn 5. apríl kl. 18:00 opnar sýning í Listhúsinu Ólafsfirði. Það eru Hector Miguel Guerrero og Heliodoro Santos Sanchez frá Mexíkó sem sýna. Yfirskrift sýningarinnar er NORÐURLAND.
Lesa meira