Fréttir

Strætó hækkar gjaldskrá sína frá og með 1.mars

Strætó hækkar gjaldskrá sína frá og með 1.mars. Helstu breytingarnar eru þær að almennir farmiðar verða seldir 20 saman í stað 9, eða með sama fyrirkomulagi og í tilviki afsláttarfarmiða, og munu farmiðaspjöldin hækka um 2,9%.
Lesa meira

Nótan - Uppskeruhátíð Tónskóla Fjallabyggðar 2017

Nótan - Uppskeruhátíð Tónskóla Fjallabyggðar Verður haldin í Menningarhúsinu Tjarnarborg þriðjudaginn 7. mars kl. 17:00 Þar koma fram nemendur skólans með tónlistaratriði sem voru valin til þátttöku í Nótunni 2017.
Lesa meira

Framhaldsaðalfundur Félags um Síldarævintýri

Framhaldsaðalfundur Félags um Síldarævintýri verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar þriðjudaginn 1. mars kl. 20:00.
Lesa meira

PÍANÓTÓNLEIKAR í Tónskólanum á Siglufirði

PÍANÓTÓNLEIKAR verða í Tónskólanum á Siglufirði sunnudaginn 28. febrúar kl.16
Lesa meira

Ályktun um vindhraðamæli

Í lok foreldrafundarins, sem sagt var frá hér í fyrri frétt, lagði stjórn Foreldrafélags Grunnskóla Fjallabyggðar fram ályktun þar sem skorað er á Vegagerðina að koma upp vindhraðamæli á Saurbæjarásnum í Siglufirði. Ályktunin var samþykkt samhljóða.
Lesa meira

Foreldrar með markmið, áhugaverður fyrirlestur

Í gær, fimmtudaginn 25. febrúar, stóð Foreldrafélag Grunnskóla Fjallabyggðar og Dalvíkurskóli fyrir fræðslufundi um eineltismál. Mjög góða mæting var á fundinn.
Lesa meira

Vetrarleikar UÍF

Árlegir Vetrarleikar UÍF hefjast í dag, föstudaginn 26. febrúar og standa þeir til 6. mars. Sem fyrr munu íþrótta- og ungmennafélögin í Fjallabyggð bjóða upp á fjölbreytta hreyfingu og viðburði þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Lesa meira

Anna Hulda nýr skjalavörður

Þann 3. febrúar sl. var auglýst laust til umsóknar 50% starf skjalavarðar við Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar. Þrjár umsóknir bárust og var Anna Hulda Júlíusdóttir metin hæfust umsækjanda.
Lesa meira

Siglómótið í blaki

Hið árlega Siglómót í blaki verður haldið dagana 26. - 27. febrúar. 48 lið eru skráð til leiks, 12 karlalið og 26 kvennalið. Leikið verður í tveimur deildum hjá körlum og fjórum deildum hjá konum. Fimm lið frá heimafólki eru skráð til leiks, fjögur kvennalið frá Súlum og eitt karlalið frá Hyrnunni.
Lesa meira

Gospelkór Akureyrar með tónleika í Siglufjarðarkirkju

Gospelkór Akureyrar ásamt systrunum Ragnhildi Sigurlaugu og Sigurbjörgu Svandísi Guttormsdætrum frá Grænumýri verða með tónleika í Siglufjarðarkirkju laugardaginn 27. febrúar kl. 20:00. Stjórnandi er Heimir Ingimarsson
Lesa meira