Ályktun um vindhraðamæli

Skólabíll hefur nú í tvígang fokið út af
Skólabíll hefur nú í tvígang fokið út af

Í lok foreldrafundarins, sem sagt var frá hér í fyrri frétt, lagði stjórn Foreldrafélags Grunnskóla Fjallabyggðar fram ályktun þar sem skorað er á Vegagerðina að koma upp vindhraðamæli á Saurbæjarásnum í Siglufirði. Ályktunin var samþykkt samhljóða.

Ályktunin er svohljóðandi:

Fundur foreldra nemenda í Grunnskóla Fjallabyggðar haldinn í Tjarnarborg 25. febrúar 2016 skorar á Vegagerðina að koma upp vindhraðamæli sem allra fyrst á Saurbæjarásnum í Siglufirði (á vegarkaflanum frá Fjarðará og að Héðinsfjarðargöngum). Skólabíll með nemendur hefur í tvígang orðið fyrir slíkri vindhviðu að hann hefur fokið út af. Fundurinn krefst viðbragða hið fyrsta til að tryggja öryggi barnanna.