Foreldrar með markmið, áhugaverður fyrirlestur

Mjög góð mæting var á fræðslufundinn
Mjög góð mæting var á fræðslufundinn

Í gær, fimmtudaginn 25. febrúar, stóð Foreldrafélag Grunnskóla Fjallabyggðar og Dalvíkurskóli fyrir fræðslufundi um eineltismál. Mjög góða mæting var á fundinn. Hermann Jónsson ræddi þar við fundargesti um það hvernig hann sem foreldri hefur markvisst byggt dóttur sína upp og kennt henni að takast á við einelti sem hún hefur orðið fyrir alla sína skólagöngu. Jafnframt sagði Hermann frá því hvernig hann hefur sett sér markmið í uppeldi barna sinna og hvernig hann vinnur að því að ná þeim markmiðum. Fyrirlestur Hermanns var mjög kraftmikill og áhugaverður og voru góðar umræður að fyrirlestrinum loknum.
Dóttir hans, Selma, er svo með fyrirlestur fyrir nemendur grunnskóla Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar í dag.

Hermann Jónsson
Hermann Jónsson með fyrirlestur í Tjarnarborg í gær.