Fréttir

Lokahelgi Skammdegishátíðar

Þá er komið að lokahelgi Skammdegishátíðar í Fjallabyggð. Nú nær dagskráin frá fimmtudegi til sunnudags. Sýningarstaðir eru MTR, Listhúsið, Norlandia, Menningarhúsið Tjarnarborg, Kaffi Klara og litlu húsin á móti Kaffi Klöru.
Lesa meira

Met gestafjöldi á bókasafnið

Á fundi markaðs- og menningarnefndar á mánudaginn lagði Hrönn Hafþórsdóttir forstöðukona bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar fram ársskýrslu fyrir árið 2015.
Lesa meira

Anita nýr safnstjóri Síldarminjasafns Íslands

Fyrsta apríl lætur Örlygur Kristfinnsson af starfi sem safnstjóri Síldarminjasafns Íslands, en því hefur hann gegnt í 20 ár. Á fundi stjórnar safnsins í síðustu viku var samþykkt að Anita Elefsen tæki við af honum. Síðustu fimm ár hefur hún gegnt hlutverki rekstrarstjóra safnsins.
Lesa meira

Öskudagurinn

Það var líf og fjör í Fjallabyggð í gær þegar börn og ungmenni klæddu sig upp í hina ýmsu búninga í tilefni af Öskudeginum. Samkvæmt hefð gengu börnin í verslanir og fyrirtæki og sungu fyrir starfsfólk í von um að fá góðgæti fyrir.
Lesa meira

Bæjarstjórn Fjallabyggðar tekur undir bókun bæjarstjórnar Akureyrar um Reykjavíkurflugvöll

Bæjarstjórn Fjallabyggðar tekur undir bókun bæjarstjórnar Akureyrar sem samþykkt var þann 2. febrúar sl., þar sem skorað er á ríkisstjórn Íslands og borgarstjórn Reykjavíkur að tryggja óskerta starfsemi Reykjavíkurflugvallar, a.m.k. þar til að jafngóð eða betri lausn finnst svo ekki verði dregið úr öryggi íbúa landsbyggðanna.
Lesa meira

112 dagurinn

Viðbragðsaðilar í Fjallabyggð halda upp á 112 daginn, í dag, fimmtudaginn 11. febrúar. Í tilefni dagsins verður sýning á tækjum og tólum sjúkraflutninga, björgunarsveita og Slökkviðliðs Fjallabyggðar, sjúkraflutninga og björgunarsveita milli kl. 16:00 - 18:00.
Lesa meira

Skammdegishátíð, dagskrá 13. og 14. febrúar

Þá er komið að þriðju dagskrárhelgi á Skammdegishátiðinni. Um næstu helgi verður ýmislegt um að vera. Má nefna sýningar í Listhúsinu, Náttúrugripasafninu, Kaffi Klöru og í skíðaskálanum Tindaöxl.
Lesa meira

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs

Samkvæmt 6. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs með síðari breytingum, skal sveitarstjórn, ein eða fleiri í sameiningu, „semja og staðfesta svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs sem gildir fyrir viðkomandi svæði til tólf ára í senn og skal sú áætlun fylgja stefnu um meðhöndlun úrgangs og stefnu um úrgangsforvarnir“, sbr. 5. gr. laganna.
Lesa meira

Nýtt ferðaþjónustufyrirtæki í Fjallabyggð

Stofnað hefur verið nýtt ferðaþjónustufyrirtæki í Fjallabyggð, Amazing mountains ehf.
Lesa meira

Samið við Berg ehf. um viðbyggingu við Leikskála

Á fundi bæjarráðs þann 2. febrúar sl. var lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar varðandi tilboð í viðbyggingu og endurbætur á leikskólanum við Brekkugötu 2, Siglufirði en tilboð voru opnuð þann 1. febrúar.
Lesa meira