Fréttir

Páskar í Fjallabyggð

Það verður líf og fjör í Fjallabyggð um páskahátíðina. Ljósmyndasýning, málverkasýning, tónleikar, dansleikir, fjölbreytt skemmtun og síðast en ekki síst nægur snjór og skemmtilegheit á skíðasvæðum Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Dagskrá þessa hátíðardaga í Fjallabyggð má sjá með því að smella hér.
Lesa meira

Sameiginleg samvera barnastarfs kirknanna í Fjallabyggð

Sameiginleg samvera barnastarfs kirknanna í Fjallabyggð - Síðasta samvera vetrarins Á pálmasunnudag 20. mars n.k. verður sameiginleg samvera barnastarfs kirknanna í Fjallabyggð haldin í Ólafsfjarðarkirkju kl. 11:00.
Lesa meira

Umhverfissjóður Íslenskra Fjallaleiðsögumanna

Í ört vaxandi ferðaþjónustu á Íslandi þarf að sýna ábyrgð og huga að því hvernig hægt sé að lágmarka umhverfisspor greinarinnar. Íslenskir Fjallaleiðsögumenn stofnuðu á 20 ára afmæli sínu Umhverfisjóð til að fjármagna verndun íslenskrar náttúru. Þannig vill fyrirtækið stuðla að því að komandi kynslóðir, geti notið gæða hennar um ókomin ár.
Lesa meira

Bæjarráð Fjallabyggðar tekur undir áskorun Landssambands smábátaeiganda

Á fundi bæjarráðs Fjallabyggðar þann 15. mars var til umræðu stjórnarsamþykkt Landsambands smábátaeigenda frá 7. mars 2016. Þar er skorað á stjórnvöld að auka þorskkvóta á næsta fiskveiðiári um 30 þ. tonn og af því færu 2 þ. tonn til strandveiða.
Lesa meira

Andri Þór ráðinn í starf tæknifulltrúa

Í byrjun febrúar auglýsti Fjallabyggð eftir áhugasömum og framsæknum einstaklingi til að sinna starfi tæknifulltrúa á tímabilinu 15. mars 2016 – 31. janúar 2017.
Lesa meira

Samningar takast milli Fjallabyggðar og Akureyrarbæjar um málefni MTR

Þann 4. mars sl. var undirritað samkomulag milli Fjallabyggðar og Akureyrarbæjar um málefni MTR. Ágreiningur hefur verið á milli aðila um húsaleigugreiðslur vegna MTR allar götur frá árinu 2010. Samkomulagið er í tveimur liðum;
Lesa meira

Páskabingó

PÁSKABINGÓ verður haldið á Allanum sunnudaginn 20. mars kl. 15:00
Lesa meira

Vatnsskipti og þrif á sundlauginni Ólafsfirði

Vegna vatnsskipta og þrifa á sundlauginni í Ólafsfirði verður ekki hægt að synda í henni eftir kl.17:00 sunnudaginn 13. mars. Opið verður í potta til kl. 18:00. Ekki verður hægt að synda í lauginni mánudaginn 14. mars en opið verður í líkamsrækt og potta.
Lesa meira

Aðalheiður hlaut Menningarverðlaun DV

Í gær, miðvikudaginn, 9. mars, voru Menningarverðlaun DV fyrir árið 2015 afhent við hátíðlega athöfn í Iðnó. Þetta er í 37. skipti sem menningarverðlaun blaðsins eru afhent. Í ár voru verðlaunin veitt í níu flokkum auk þess sem forseti Íslands veitti sérstök heiðursverðlaun og sigurvegari úr netkosningu var verðlaunaður með lesendaverðlaunum DV.is
Lesa meira

128. fundur Bæjarstjórnar Fjallabyggðar

128. fundur Bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsinu, Gránugötu 24 Siglufirði, 9. mars 2016 og hefst kl. 17:00
Lesa meira