Haustglæður 2015
Úthlutað hefur verið úr Fræðslu- og verkefnasjóði UMFÍ. Í heildina barst 61 umsókn í sjóðinn upp á 17.195.000 krónur. Á fundi stjórnar sjóðsins 9. apríl síðastliðinn var ákveðið að úthluta 46 umsóknum upp á samtals 4.535.000 krónur.
Umf. Glói fékk úthlutað 200.000 kr. vegna ljóðahátíðarinnar Haustglæður, sem haldin er árlega í september/október.
Úthlutun úr sjóðnum fer fram tvisvar á ári. Rétt til styrks eiga allir félagar í ungmennafélögum á Íslandi sem eru virkir í starfi og hafa umboð frá félagi sínu eða sambandi til að afla sér aukinnar þekkingar á tilteknu sérsviði sem getur nýst viðkomandi félagi, sambandi og ungmennafélagshreyfingunni allri.
Einnig eiga stjórn og nefndir UMFÍ, héraðssambönd, ungmenna- og íþróttafélög og deildir innan þeirra rétt á að sækja um styrk úr sjóðnum. Sjóðsstjórn er heimilt að veita styrki úr sjóðnum að eigin frumkvæði til verkefna sem ekki teljast til árlega verkefna hreyfingarinnar.
Heimild: www.umfi.is