Í tengslum við endurskoðun á fræðslustefnu Fjallabyggðar er hér með boðað til málþings um skólamál fimmtudaginn 28. apríl nk. kl. 18:00 - 21:00. Málþingið verður haldið í Menningarhúsinu Tjarnarborg.
Dagskrá:
Kl. 18:00 – Mikilvægi menntunar, Sigurjón Mýrdal sérfræðingur frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu
Kl. 18:45 – Súpa og brauð
Kl. 19:15 – Hópastarf
Kl. 21:00 – Samantekt og fundarslit.
Eftirtaldar spurningar verða m.a. til umræðu í hópastarfi:
Hvernig getum við sett aukinn kraft í skólastarfið?
Hvernig eflum við sköpun í skólastarfi?
Hvernig aukum við lífsgleði á meðal barna?
Við hvetjum alla til að taka þátt, enda þarf heilt þorp til að ala upp barn.
Athygli er vakin á að nauðsynlegt er að skrá sig á málþingið til að auðvelda skipulagningu.
Skráning á heimasíðu Fjallabyggðar í síðasta lagi miðvikudaginn 27. apríl.