Fréttir

Sameiginlegir tónleikar

Miðvikudaginn 11. maí kl. 18:00 verða haldnir tónleikar í Menningarhúsinu Tjarnarborg. Um er að ræða sameiginlega tónleika þriggja tónskóla, Tónlistarskóla Eyjafjarðar, Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar og Tónskóla Fjallabyggðar.
Lesa meira

132. fundur bæjarstjórnar

132. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar Gránugötu 24 Siglufirði 11. maí 2016 kl. 17:00
Lesa meira

Opnun íþróttamiðstöðva uppstigningardag

Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar auglýsa breyttan opnunartíma fimmtudaginn 5. maí, uppstigningardag. Opið verður sem hér segir: Ólafsfjörður, 10:00 - 14:00 Siglufjörður, 14:00 - 18:00
Lesa meira

Skráning í Vinnuskóla Fjallabyggðar

Skráning er hafin í Vinnuskóla Fjallabyggðar. Þau ungmenni sem eru fædd 1999, 2000, 2001 og 2002 geta skráð sig í Vinnuskóla Fjallabyggðar. Æskilegt er að viðkomandi eða a.m.k. annað foreldri hafi lögheimili í Fjallabyggð eða viðkomandi hafi stundað nám við Grunnskóla Fjallabyggðar í vetur.
Lesa meira

Hjóluðu í skólann

Það er í sjálfu sér ekki í frásögu færandi að börn fari á hjóli í skólann en í gær tóku nokkrir nemendur úr 6. og 7. bekk sig til og hjóluðu í skólann. Nemendurnir eru allir búsettir á Siglufirði og fara að öllu jöfn með skólarútunni til Ólafsfjarðar en í gær ákváðu þau að fara á hjóli. Ferðin tók um 55 mínútur og verður örugglega endurtekin að þeirra sögn.
Lesa meira

Grunnskólanemendur sýna verk sín

Miðvikudaginn næstkomandi, þann 4. maí, verður opið hús í Grunnskóla Fjallabyggðar þar sem verk nemenda verða til sýnis. Opið verður sem hér segir:
Lesa meira

Vel heppnuð leiksýning

Þriðjudaginn 26. apríl stóð Menningarhúsið Tjarnarborg fyrir sýningu fyrir leikskólabörn og nemendur í 1.-4. bekk. Leikhópurinn Lotta mætti á svæðið og flutti söngvasyrpu leikhópsins.
Lesa meira

Á þröskuldi breytinga - málþing á vegum AFE

Á þröskuldi breytinga - Þróun landbúnaðar við Eyjafjörð og framtíðarhorfur
Lesa meira

Málþingi um skólamál frestað

Sökum dræmrar þátttöku á málþing um skólamál sem vera átti í Tjarnarborg í kvöld kl. 18:00 hefur verið tekin ákvörðun um hætta við það og er í skoðun að gera aðra tilraun með svona þing næsta haust. Það verða að teljast mikil vonbrigði að aðeins 11 aðilar hafi sýnt því áhuga að mæta í kvöld og erfitt að trúa því að það séu ekki fleiri sem vilja nýta þennan vettvang til að hafa áhrif á bætt skólastarf í Fjallabyggð.
Lesa meira

Sýning í Alþýðuhúsinu 1. maí og sunndagskaffi

Sunnudaginn 1. maí kl. 15:00 opnar Lefteris Yakoumakis sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Yfirskrift sýningarinnar er "Það er enginn Guð vestur af Salina", og fjallar um ferð listamannsins frá Kansas til Kóloradó í Bandaríkjunum.
Lesa meira