Skólaslit Grunnskóla Fjallabyggðar

Útskriftarnemar
Útskriftarnemar

Grunnskóla Fjallabyggðar var slitið á þriðjudaginn við hátíðlega athöfn í Siglufjarðarkirkju. Fyrr um daginn voru skólaslit á yngsta stigi og miðstigi. Í Siglufjarðarkirkju fengu nemendur í 8. og 9. bekk afhenta vitnisburði og 10. bekkingar voru útskrifaðir úr skólanum.

Jónína Magnúsdóttir skólastjóri flutti ávarp. Útskriftarnemar stjórnuðu fjöldasöng og þær Sóley Lilja Magnúsdóttir og Helga Dís Magnúsdóttir fluttu ávarp fyrir hönd útskriftarnema. Einnig voru, samkvæmt venju, afhentar viðurkenningar til nemenda fyrir námsárangur og frammistöðu.

Guðmundur Árni Andrésson fékk viðurkenningu fyrir bestan árangur í náttúrufræði. – Það var Kiwanisklúbbur Tröllaskaga sem gaf þau verðlaun og afhenti Steinar Baldursson verðlaunin.

Halla Karen Johnsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í stærðfræði.Verðlaunin voru gefin af Arionbanka og afhenti Oddgeir Reynisson útibússtjóri verðlaunin. Halla Karen gat ekki verið viðstödd skólaslitin og tók Brynhildur kennari hennar við verðlaununum fyrir hennar hönd.

Guðrún Fema Sigurbjörnsdótttir fékk viðurkenningu fyrir bestan árangur í dönsku. Kristín Davíðsdóttir afhenti verðlaunin sem voru gefin af Danska sendiráðinu.

Helga Dís Magnúsdóttir fékk viðurkenningu fyrir bestan árangur í íslensku. Guðný Róbertsdóttir afhenti verðlaunin sem voru gefin af Stúdentafélagi Siglufjarðar

Guðbrandur Elí Skarphéðinsson fékk viðurkenningu fyrir bestan árangur í samfélagsfræði. Arnheiður Jónsdóttir afhenti verðlaunin sem voru gefin af Sögufélagi Siglufjarðar

Grunnskóli Fjallabyggðar veitt svo eftirtaldar viðurkenningar:
- Viðurkenning fyrir einstakar framfarir í námi, metnað og seiglu kom í hlut Ólafar Steinunnar Sigurðardóttur.
- Viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í ensku fengu: Elín Helga Þórarinsdóttir og Guðmundur Árni Andrésson.
- Viðurkenningu fyrir félagsstörf fengu: Sigríður Ása Guðmannsdóttir og Guðmundur Árni Andrésson

Sóley Lilja og Helga Dís fluttu ávarp f.h. nemenda
Sóley Lilja og Helga Dís fluttu ávarp fyrir hönd nemenda.

Guðmundur Árni Andrésson fékk viðurkenningu fyrir bestan árangur í náttúrufræði
Guðmundur Árni Andrésson fékk viðurkenningu fyrir bestan árangur í náttúrufræði.
Steinar Baldursson afhenti verðlaunin fyrir hönd Kiwanisklúbbs Fjallabyggðar.

Guðrún Fema fékk viðurkenningu fyrir bestan árangur í dönsku
Guðrún Fema Sigurbjörnsdóttir fékk viðurkenningu fyrir bestan árangur í dönsku.
Kristín Davíðsdóttir afhenti verðlaunin.

Helga Dís fékk viðurkenningu fyrir bestan árangur í íslensku
Helga Dís Magnúsdóttir fékk viðurkenningu fyrir bestan árangur í íslensku.
Guðný Róbertsdóttir afhenti verðlaunin.

Guðbrandur Elí Skarphéðinsson fékk viðurkenningu fyrir bestan árangur í samfélagsfræði
Guðbrandur Elí Skarphéðinsson fékk viðurkenningu fyrir bestan árangur í samfélagsfræði.
Arnheiður Jónsdóttir afhenti verðlaunin.

Ólöf Steinunn fékk viðurkenningu fyrir einstakar framfarir í námi
Steinunn Ólöf fékk viðurkenningu fyrir einstakar framfarir í námi.
Jónína Magnúsdóttir skólastjóri afhenti verðlaunin.

Elín Helga og Guðmundur Árni fengu viðurkenningu fyrir árangur í ensku
Elín Helga Þórarinsdóttir og Guðmundur Árni Andrésson fengu viðurkenningu fyrir góðan árangur í ensku.
Brynhildur R. Vilhjálmsdóttir afhenti verðlaunin.

Sigríður Ása og Guðmundur Árni fengu viðurkenningu fyrir félagsstörf
Sigríður Ása Guðmannsdóttir og Guðmundur Árni Andrésson fengu viðurkenningu fyrir félagsstörf.
Sigríður Salmannsdóttir afhenti verðlaunin.