Garðsláttur fyrir örorku- og ellilífeyrisþega

Á fundi bæjarráðs þann 14. júní var lagt fram erindi deildarstjóra tæknideildar varðandi garðslátt fyrir örorku- og ellilífeyrisþega.

Bæjarráð samþykkir að bæjarfélagið bjóði upp á garðslátt á vegum þjónustumiðstöðvar Fjallabyggðar fyrir örorku- og ellilífeyrisþega með lögheimili í bæjarfélaginu.
Gjald fyrir hvern slátt verði kr. 4.950.

Garðslátt skal panta á bæjarskrifstofunni og tekur Brynhildur Baldursdóttir, þjónustufulltrúi, á móti pöntunum í síma 464 9100. Einnig er hægt að senda henni tölvupóst á netfangið; biddy@fjallabyggd.is  Opnunartími bæjarskrifstofunnar er á milli kl. 09:30 - 15:00.