Fréttir

Síldarævintýrið 2016

Dagskrá Síldarævintýris og Síldardaga á Siglufirði liggur fyrir. Hún er með hefðbundnum hætti nema engin formleg dagskrá verður á sunnudagskvöldinu. Annars lítur þetta bara vel út og svo er bara vona að það verði gott veður.
Lesa meira

Trilludagar 23. - 24. júlí

Helgina 23. -24. júlí verða haldnir Trilludagar á Siglufirði. Eitt og annað verður í boði þessa helgi og munu nokkrir trillueigendur og aðilar í ferðaþjónustu sem bjóða upp á sjóstöng gefa fólki kost á smá siglingu út fjörðinn og renna fyrir fisk. Boðið er upp á gönguferð, fjölskylduratleik í skógræktinni, tónleika og ýmislegt fleira. Dagskrá verður sem hér segir:
Lesa meira

Útboð vegna viðbyggingar við MTR

Fjallabyggð óskar eftir tilboðum í 231m2 viðbyggingu Menntaskólans á Tröllaskaga ásamt breytingum á núverandi húsnæði.
Lesa meira

Ljóðasetur 5 ára - Þjóðlagasetur 10 ára

Í dag, föstudaginn 8. júlí, fagnar Ljóðasetur Íslands 5 ára afmæli og Þjóðlagasetur Sr. Bjarna Þorsteinssonar 10 ára afmæli. Þessum tímamótun verður fagnað á hvorum stað fyrir sig með viðeigandi hætti.
Lesa meira

Sooyeun Ahn með sýningu í Listhúsinu

Sooyeun Ahn hefur dvalið í Listhúsinu í Ólafsfirði undanfarnar vikur og mun hún sýna verk sín í Listhúsinu næstu daga. Opið verður á morgun föstudag milli kl. 19:00 - 21:00 og milli kl. 14:00 - 18:00 laugardaginn 9. júlí og sunnudaginn 10. júlí.
Lesa meira

Málverkasýning Óskars Guðnasonar

Dagana 6. - 12. júlí verður Óskar Guðnason með málverkasýningu á 2. hæð í Ráðhúsi Fjallabyggðar. Sýningin opnaði í gær, miðvikudaginn 6. júlí. Opið verður milli kl. 14:00 - 18:00 á virkum dögum og milli kl. 13:00 - 17:00 laugardag og sunnudag.
Lesa meira

Þjóðlagahátíð, dagskrá miðvikudag

Þjóðlagahátíð hefst í dag, miðvikudaginn 6. júlí og er dagskrá sem hér segir:
Lesa meira

Njótið Ólafsfjarðar

Utan á Menningarhúsið Tjarnarborg hafa verið settar upp myndir úr Ólafsfirði. Myndirnar eru settar upp sem nokkurs konar ratleikur þar sem spurning er á hverri mynd og fólk hvatt til að staldra við og kynna sér staðhætti eða leysa þær spurningar sem settar eru fram. Síðan eru settar fram hugmyndir um hvað hægt sé að gera í Ólafsfirði.
Lesa meira

Ný dagsetning á Berjadögum

Tónlistarhátíðin Berjadagar verður haldin í 18. sinn í Ólafsfirði frá 12. – 14. ágúst. Ekki 18. - 20 ágúst eins og áður hafði verið auglýst. Á Berjadögum er flutt aðgengileg kammertónlist, auk þess sem gestir úr öðrum listgreinum taka þátt.
Lesa meira

Sunnudagskaffi með skapandi fólki í Alþýðuhúsinu

Næstkomandi sunnudag kl. 15:30 verður efnt til samsætis í fimmta sinn undir dagskrárliðnum “ sunnudagskaffi með skapandi fólki “ Meiningin er að kalla til skapandi fólk úr samfélaginu frá ólíkum starfsstéttum til að fá innsýn í sköpunarferli. Um er að ræða óformlegt spjall, og myndast oft skemmtilegar samræður milli gesta og fyrirlesara.
Lesa meira