Þórarinn Hannesson stofnandi Ljóðaseturs Íslands
Í dag, föstudaginn 8. júlí, fagnar Ljóðasetur Íslands 5 ára afmæli og Þjóðlagasetur Sr. Bjarna Þorsteinssonar 10 ára afmæli. Þessum tímamótun verður fagnað á hvorum stað fyrir sig með viðeigandi hætti.
Í Ljóðasetrinu kl. 16:00 munu fimm ljóðskáld úr Ritlistarhópi Kópavogs, með Hjört Pálsson og Hrafn Andrés Harðarson í broddi fylkingar, kveða sér hljóðs á setrinu.
Á morgun, laugardaginn 9. júlí, kl. 15:00 mun Þórarinn Hannesson kvæðamaður kveða eigin kvæðalög og þann sama dag kl. 16:00 munu þeir Davíð Ólafsson og Stefán Íslandi halda stofutónleika á setrinu við undirleik Helga Hannesar.
Allir hjartanlega velkomnir að fagna áfanganum með okkur og njóta þess sem listamennirnir hafa upp á að bjóða.
Enginn aðgangseyrir og heitt á könnunni.
Fjallabyggð og Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra styrkja rekstur Ljóðasetursins.
Á Þjóðlagasetri sr. Bjarna Þorsteinssonar verður sérstök dagskrá kl. 17:00 í dag. Þjóðlagasetrið verður kynnt og sagt frá þjóðlagasöfnun Bjarna Þorsteinssonar. Auk þess verður sérstakt kvæðamannakaffi.
Afmæli Þjóðlagasetursins er hluti af dagskrá Þjóðlagahátíðar en í dag föstudag er dagskráin sem hér segir:
Siglufjarðarkirkja kl. 20:00
Stjörnubjart með Andakt
Ágústa Sigrún Ágústdóttir söngur
Sváfnir Sigurðarson gítar, söngur, ukulele, munnharpa
Haraldur V. Sveinbjörnsson píanó, gítar, söngur o.fl.
Kjartan Guðnason trommur og ásláttur
Þorgrímur Jónsson bassi
Bátahúsið kl. 21:30
Ísasláttur frá Noregi
Magnaður seiður, framinn undir áhrifum
norskrar þjóðlagatónlistar, klezmer og nútímatónlistar
Ragnar Heyerdahl fiðla
Allinn kl. 23:00
Hljómsveitin Skuggamyndir frá Býsans
Söngvar frá Balkanskaga
Haukur Gröndal klarinett
Ásgeir Ásgeirsson tamboura, bousouki og saz baglama
Þorgrímur Jónsson bassi
Erik Quik slagverk
Siglufjarðarkirkja kl. 23:00
Kveðið í rökkrinu
Þjóðlagadúóið FUNI
Bára Grímsdóttir söngur, langspil og kantele
Chris Foster gítar, íslensk fiðla