Trilludagar 23. - 24. júlí

Trilludagar á Siglufirði
Trilludagar á Siglufirði

Helgina 23. -24. júlí verða haldnir Trilludagar á Siglufirði. Eitt og annað verður í boði þessa helgi og munu nokkrir trillueigendur og aðilar í ferðaþjónustu sem bjóða upp á sjóstöng gefa fólki kost á smá siglingu út fjörðinn og renna fyrir fisk. Boðið er upp á gönguferð, fjölskylduratleik í skógræktinni, tónleika og ýmislegt fleira.  Dagskrá verður sem hér segir:

*stjörnumerking þýðir að krafist er aðgangseyris.

Laugardagur 23. júlí

  • *Kl. 10:00 Gönguferð - Gengið að rústum Evanger síldarbræðslunnar 1 – 1,5 klst.  Nánari upplýsingar á www.fjallabyggd.is  Verð: 1.000 kr.  Skráning í síma: 898 4939 eða gesturhansa@simnet.is Lágmark 8 manns.
  • Kl. 10:00 Trilludagar settir - Rauðkusvið. Sverrir Sveinsson, hetja hafsins og fyrrum formaður Smábátafélagsins Skalla
  • Kl. 10:00 – 16:00 Frítt á sjóstöng (Steini Vigg/félag smábátaeiganda). Þátttakendur fá afhent nestisbox á bryggjunni fyrir framan Kaffi Rauðku. Björgunarsveitin Strákar verður með eftirlit á sjó
  • *Kl. 12:00 Síldar- og sjávarréttarhlaðborð – Rauðkutorg 
  • Kl. 13:20 – 16:00 Sumarferðalag Bylgjunnar
  • Kl. 13:00 – 16:00 Fjölskylduratleikur í Skógræktinni
  • *Kl. 15:00 Síldarsöltun við Síldarminjasafnið. Söltuð síld við Róaldsbrakka. Harmonikkuleikur og bryggjuball að sýningu lokinni
  • Kl. 16:00 Lifandi viðburður á Ljóðasetri Íslands
  • Kl. 16:00 – 18:00 Grill á hafnarsvæðinu í boði Samkaup-Úrval. Allir velkomnir á meðan birgðir endast
  • Kl. 16:00 – 18:00 Harmonikkutónlist mun hljóma um bryggjusvæðið. Harmonikkubandið og Stúlli skemmta gestum
  • Kl. 20:00 Kaffi Rauðka. Jóhann Örn trúbador með létta stemmingu

Sunnudagur 24. júlí

  • Kl. 10:00 Gönguferð - Frá Kleifum í Ólafsfirði, Rauðskörð, Víkurdalur, Héðinsfjörður, Siglufjörður 8 – 9 klst.  Nánari upplýsingar á www.fjallabyggd.is  Verð: 3.000 kr., 5.000 kr. fyrir hjón.  Skráning í síma: 898 4939 eða gesturhansa@simnet.is Lágmark 8 manns.
  • *Kl. 10:00 Opna Vodafone mótið á Golfvellinum á Hóli.  Sjá nánar á www.golf.is
  • *Kl. 12:00 Síldar- og sjávarréttarhlaðborð – Rauðkutorg
  • Kl. 13:00 – 16:00 Fjölskylduratleikur í Skógræktinni
  • *Kl. 14:00 – 18:00 Sjóstöng / útsýnisferðir (Steini Vigg – nánari uppl. á hotelsiglo.is)
  • Kl. 16:00 Lifandi viðburður á Ljóðasetri Íslands
  • Kl. 17:00 Tónleikar í Siglufjarðarkirkju – Anna Jónsdóttir sópransöngkona syngur íslensk þjóðlög.  Máninn líður, íslensk tónlist í nýjum búningi. Anna Jónsdóttir – rödd / Ute Völker – harmonikka / Ursel Schlicht – píanó