Tvenn bronsverðlaun á Landsmóti UMFÍ

Jónas, Sveinn og Sigurður urðu í 3ja sæti
Jónas, Sveinn og Sigurður urðu í 3ja sæti

Landsmót UMFÍ fyrir 50 ára og eldri var haldið á Ísafirði um síðustu helgi. Góður hópur frá Skálarhlíð skellti sér vestur og keppti í boccia. Eitt lið náði á verðlaunapall og urðu þeir Jónas Björnsson, Sveinn Þorsteinson og Sigurður Benediksson í þriðja sæti af 40 liðum sem hófu keppni.

Á mótinu var stígvélakast keppnisgrein og skellti Ólína Þórey Guðjónsdóttir fararstjóri hópsins sér í keppnina og náði þeim frábæra árangri að lenda í þriðja sæti. Er verðlaunahöfum óskað til hamingju með árangurinn.

Þórey Ólína Guðjónsdóttir varð í þriðja sæti í stígvélakasti
Þórey Ólína Guðjónsdóttir varð í þriðja sæti í stígvélakasti