Skráning er hafin í Vinnuskóla Fjallabyggðar. Þau ungmenni sem eru fædd 1999, 2000, 2001 og 2002 geta skráð sig í Vinnuskóla Fjallabyggðar. Æskilegt er að viðkomandi eða a.m.k. annað foreldri hafi lögheimili í Fjallabyggð eða viðkomandi hafi stundað nám við Grunnskóla Fjallabyggðar í vetur.
Vinnufyrirkomulag skýrist þegar skráningu er lokið.
Hægt verður að tryggja þeim sem skrá sig fyrir 20. maí að lágmarki eftirfarandi vinnu:
Árgangur 2002: 4 vikur ½ daginn byrja 7. júní
Árgangur 2001: 5 vikur allan daginn mán-fim og f.h. föstudaga byrja 1.júlí.
Árgangar 1999 og 2000: byrja 7. júní og vinna 8 vikur allan daginn.
Ekki verður hægt að tryggja lágmarksvinnu fyrir þá sem skrá sig eftir að skráningarfresti lýkur.
Tímafjöldinn fer eftir skráningu og því jafnvel möguleiki á meiri vinnu.
Nánari upplýsingar verða birtar eftir 20. maí á heimasíðu Fjallabyggðar.
Nánari upplýsingar veitir Haukur Sigurðsson íþrótta- og tómstundafulltrúi, netfang: haukur@fjallabyggd.is
Hægt er að skrá sig hér á heimasíðu Fjallabyggðar og einnig liggja skráningarblöð frammi í grunnskólanum.