Fréttir

Sólberg ÓF með yfir 1000 tonn

Nýjasti frystitogari landsins Sólberg ÓF í eigu Ramma ehf. kom til Fjallabyggðar á vormánuðum og hóf veiðar strax í júní. Lestarrými í Sólbergi ÓF er gríðarlega stórt og getur skipið tekið vel yfir 1000 tonn af fiski í lestum skipsins. Fyrsta löndun Sólberg ÓF á þessu fiskveiðiári sló öll aflamet, þegar skipið landaði alls 1146,1 tonnum af fiski. Þar af voru 854 tonn af þorski, 170 tonn af Karfa og 85 tonn af Ufsa..
Lesa meira

Fjölmenni í Tjarnarborg á fallegum fyrsta vetrardegi

Margt var um manninn í gær, fyrsta vetrardag, í Menningarhúsinu Tjarnarborg þar sem þrjár lista- og handverkskonur úr Fjallabyggð stóðu fyrir sýningunni Sköpun og verk.
Lesa meira

Tilkynning frá Tæknideild Fjallabyggðar

Ennþá er mengun í vatnsveitu Ólafsfjarðar og eru íbúar og notendur eindregið hvattir til að sjóða allt neysluvatn þar til annað verður upplýst.
Lesa meira

Svæðisfundir DMP - Fjallabyggð og Skagafjörður

Svæðisfundur DMP fyrir Fjallabyggð og Skagafjörð verður haldin þann 31. október nk. kl. 9:30 til 15:00 í Háskólanum á Hólum í Hjaltadal. Undanfarna mánuði hefur Markaðsstofa Norðurlands unnið að gerð áfangastaðaáætlunar fyrir Norðurland. Verkefnið snýst um að skipuleggja og samhæfa þróun og stýringu á öllum þeim þáttum sem geta haft áhrif á upplifun ferðamanna á viðkomandi svæði/áfangastað, þ.m.t. þarfir gesta, heimamanna, fyrirtækja og umhverfis
Lesa meira

Hausttónleikar Tónlistarskólans

Hausttónleikar Tónlistarskólans á Trölladaga verða haldnir dagana 24. - 27. október nk. Á tónleikunum koma fram nemendur skólans með fjölbreytta og skemmtilega dagskrá.
Lesa meira

Könnun á áformum markaðsaðila varðandi uppbyggingu fjarskiptainnviða

Fyrirhuguð er lagning ljósleiðara í Fjallabyggð sem veita á öruggt þráðbundið netsamband í dreifbýli sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir að tengja öll lögheimili í sveitarfélaginu. Einnig standi eigendum frístundahúsa og fyrirtækja, sem staðsett eru í dreifbýli Fjallabyggðar til boða að tengjast ljósleiðaranum. Gert er ráð fyrir að öllum þjónustuveitum verði heimilað að bjóða þjónustu sína á ljósleiðarakerfinu gegn gjaldi.
Lesa meira

Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands - auglýst er eftir verkefnum

Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands verður fagnað á næsta ári með fjölbreyttri dagskrá um land allt. Opnuð hefur verið vefsíða afmælisársins á slóðinni www.fullveldi1918.is. Vefsíðan verður upplýsingasíða þar sem m.a. verður hægt að fylgjast með dagskrá afmælisársins og skrá verkefni á dagskrá. Á síðunni verður hægt að finna fróðleik um árið 1918 og fullveldishugtakið sem og námsefni fyrir skóla.
Lesa meira

Kjörfundur vegna Alþingiskosninga 2017

Kjördeildir í bæjarfélaginu Fjallabyggð við Alþingiskosningarnar 28. október næstkomandi verða tvær.
Lesa meira

150. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

150. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar Siglufirði 18. október 2017 kl. 12.00
Lesa meira

Ófærð 2

Halló Kæru Siglfirðingar Takk kærlega fyrir aðstoðina síðastliðna helgi. Nú höfum við staðið í ströngu við að kvikmynda stóra og flókna senu á ráðhústorginu og hefði það svo sannarlega ekki verið mögulegt nema með aðstoð ykkar.
Lesa meira