Fréttir

Tilkynning frá framleiðsluteymi Ófærðar

Kæri íbúi Siglufjarðar Næstkomandi föstudag hefjast tökur á annarri þáttaröð sjónvarpsþáttanna Ófærð. Tökurnar hefjast að sjálfsögðu á Siglufirði og munu standa þar, til næstu mánaðamóta. Eins og áður, viljum við vinna allar framkvæmdir í traustu og góðu sambandi við bæjarbúa og nærsveitunga. Okkur fylgir, eins og síðast, töluvert umstang, götulokanir og mögulegar tafir á umferð. Við munum leggja okkur fram við að halda bæjarbúum upplýstum um hvað sé gerast hverju sinni til að sem minnst óþægindi hljótist af upptökunum.
Lesa meira

Heimilt að fjarlægja bíla í slæmu ástandi af einkalóðum

Á vef Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra kemur fram að í nýjum úrskurði úskurðarnefndar umhverfis- og auðlindanefndar, sem kveðinn var upp þann 3. október síðastliðinn, komi það skýrt fram að heilbrigðiseftirlitið hafi heimild til að fjarlægja númerslausa bíla á einkalóðum, á þeirri forsendu einni að um sé að ræða lýti á umhverfinu. Þar segir að úrskurðað hafi verið í kærumáli á hendur Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja sem fjarlægt hafi númerslausan, ryðgaðan bíl í slæmu ástandi af einkalóð.
Lesa meira

Tilkynning frá Tæknideild Fjallabyggðar og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra

Íbúar við Hlíðarveg, Hornbrekkuveg og Túngötu í Ólafsfirði þurfa að halda áfram að sjóða neysluvatn. Búið er að staðfesta að mengunin sé bundin við vatnsbólið í Brimnesdal og hefur Veitustofnun Fjallabyggðar einangrað bólið frá veitunni að undanskildum ofangreindum götum. Neysluvatn í öðrum götum en taldar eru upp hér að ofan er ómengað og því hæft til neyslu.
Lesa meira

Menningarminjadagar - Leiðsögn um rústir Evangerverksmiðjunnar

Menningarminjadagarnir eru haldnir ár hvert í þeim 50 löndum sem hlut eiga að Menningarsáttmála Evrópu. Allt frá Aserbæsjan í austri, til Portúgals í vestri og norður til Noregs. Markmið þessara daga er að vekja athygli og áhuga á ríkri og fjölbreyttri menningu þeirra samfélaga sem byggja álfuna. Þema ársins 2017 er „Minjar og náttúra“.
Lesa meira

ATH! Sjóða ber neysluvatnið í Ólafsfirði

Tilkynning frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra. Staðfest hefur verið að sýni sem Heilbrigðiseftirlitið tók þann 5. október sl. á Ólafsfirði, innihéldu Escherichia coli (E. coli) gerla. Vatnsveitan á Ólafsfirði fær vatn úr 2 vatnsbólum þ.e. úr Múla og Brimnesdal. Niðurstaða sýnatöku gefur til kynna að vatnsbólið sem þjónar einkum nyrðri hluta bæjarins m.a. fiskvinnslunum á Ólafsfirði sé í lagi og vandinn sé bundinn við vatnsbólið í Brimnesdal. Flestar E. coli bakteríur eru skaðlitlar, en ef E. coli finnst í neysluvatni, þá bendir það til þess að hættulegar bakteríur geti leynst í vatninu. Íbúum er því ráðlagt sem varúðarráðstöfun að sjóða vatnið. Umhverfis- og tæknideild Fjallabyggðar hefur verið upplýst um málið og hefur nú þegar hafið vinnu við endurbætur.
Lesa meira

Opið fyrir umsóknir um styrki vegna námskostnaðar eða verkfæra- og tækjakaupa fatlaðra

Þjónustuhópur í málefnum fatlaðra hjá Dalvíkurbyggð og Fjallabygg auglýsir opið fyrir umsóknir um styrki vegna námskostnaðar eða verkfæra- og tækjakaupa fatlaðra
Lesa meira

Fiskveiðiárið 2017/2018

Fiskistofa hefur úthlutað aflamarki fyrir fiskveiðiárið 2017/2018. Úthlutunin fer fram á grundvelli aflahlutdeilda að teknu tilliti til 5,3% frádráttar fyrir jöfnunaraðgerðir með sama hætti og á fyrra fiskveiðiári. Að þessu sinni er úthlutað 375.589 tonnum í þorskígildum talið samanborið við um 365.075 þorskígildistonn í fyrra, reiknað í þorskígildum fiskveiðiársins sem nú gengur í garð.
Lesa meira

Bleiki dagurinn 13. október 2017

Bleiki dagurinn verður haldinn hátíðlegur föstudaginn 13. október 2017 Bleiki dagurinn hefur notið sívaxandi vinsælda undanfarin ár í hinum bleika októbermánuði. Þennan dag hvetjum við alla landsmenn til að sýna samstöðu, klæðast bleiku og hafa bleikt í fyrirrúmi. Taktu föstudaginn 13. október frá! Föstudagurinn 13. október er Bleiki dagurinn. Hvernig væri nú að skipuleggja bleikt kaffiboð í vinnunni eða heima fyrir? Einnig er tilvalið að klæðast bleikum fötum í tilefni dagsins. Við hvetjum alla til að senda okkur skemmtilegar, bleikar myndir af sér og vinahópum eða vinnufélögum á netfangið bleikaslaufan@krabb.is og munum við birta þær hjá okkur á facebooksíðu Bleiku slaufunnar. Merkið myndirnar #bleikaslaufan Ef að fyrirtæki vilja styrkja Bleiku slaufuna þennan dag þá lumum við á ýmsum skemmtilegum hugmyndum hér .
Lesa meira

Skíðasvæðið Skarðsdal opnar þann 1. desember

Félagarnir á skíðasvæði Siglufjarðar, Skarðsdal, hafa ákveðið að opna skíðasvæðið þann 1. desember nk. Engin hækkun verður á lyftumiðum og vetrarkortum frá því í fyrra.
Lesa meira

Síldarminjasafnið hlaut Um­hverf­is­verðlaun Ferðamála­stofu

Um­hverf­is­verðlaun Ferðamála­stofu hafa verið veitt ár­lega frá ár­inu 1995 og var þetta því í 23. sinn sem þau voru af­hent en að þessu sinni hlaut Síldarminjasafnið ­verðlaunin fyr­ir fegr­un um­hverf­is og bætt aðgengi. Anita Elefsen safnstjóri og Örlygur Kristfinnsson forveri hennar tóku á móti verðlaununum á Ferðamálaþingi í Hörpu.
Lesa meira