Fréttir

Lýðheilsugöngur í Fjallabyggð í september

Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands verða á öllu landinu og eru einn af hápunktunum í glæsilegri afmælisdagskrá FÍ en félagið fagnar 90 ára afmæli á árinu. Þetta eru fjölskylduvænar göngur sem taka u.þ.b. 60-90 mínútur og er tilgangur þeirra að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði.
Lesa meira

Skólaakstur - breyting á brottfarartíma frá Siglufirði

Vakin er athygli á því að örlítil lagfæring verður gerð á brottfarartíma skólarútunnar frá Siglufirði og gildir hún frá og með deginum í dag 4. september. Frá Siglufirði kl. 13.40 í stað 13:35 og frá Siglufirði kl. 14:45 í stað 14:40 eins og auglýst hefur verið. Engar aðrar lagfæringar eru á tímatöflu skólarútunnar.
Lesa meira

Fjárréttir í Fjallabyggð haustið 2017

Á fundi Bæjarráðs Fjallabyggðar nr. 516 þann 29. ágúst sl. var samþykkt framkomin ósk starfshóps um fjallaskil 2017 að einungis verði einar göngur og síðan verði eftirleitir framkvæmdar eftir tíðarfari. Aðalrétt í Ólafsfirði verður Reykjarétt og Ósbrekkurétt verður aukarétt.Aðalrétt í Ólafsfirði verður Reykjarétt og Ósbrekkurétt verður aukarétt. Göngur og réttir í Fjallabyggð árið 2017 verða eftirfarandi:
Lesa meira

Uppskeruhátíð Þjóðlagaseturs

Hinn 31. ágúst nk. er að vanda síðasti sumaropnunardagur Þjóðlagasetursins. Fljótlega eftir að hurðinni í aðaldyrum gamla Maðdömuhússins verður skellt í lás mun dyrum Brugghúss Seguls 67 lokið upp fyrir uppskeruhátíð setursins.
Lesa meira

Hrafnavogar vígðir

Um 70 manns mættu þegar ný viðbygging við Menntaskólann á Tröllaskaga var vígð við hátíðlega athöfn föstudaginn 25. ágúst sl.
Lesa meira

Vetraropnun Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar

Vetraropnun Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar gildir frá 24. ágúst 2017
Lesa meira

Vígsluafmæli Siglufjarðarkirkju

Þann 28. ágúst nk. eru liðin 85 ár frá því Siglufjarðarkirkja var vígð. Af því tilefni verður sérstök hátíaðrmessa í Siglufjarðarkirkju sunnudaginn 27. ágúst og hefst hún kl. 14.00
Lesa meira

Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum

Vinna við aðgerðaáætlun í loftslagsmálum er hafin og hefur verið opnað sérstakt vefsvæði tileinkað vinnunni á slóðinni www.co2.is. Almenningur er hvattur til að senda hugmyndir og tillögur að aðgerðum til verkefnisstjórnar á netfangið loftslag@uar.is
Lesa meira

Skólaakstur haustið 2017

Þessa dagana er verið að ganga frá samningi við Hópferðabíla Akureyrar um skóla- og frístundaakstur í Fjallabyggð til næstu þriggja ára. Núgildandi samningur gildir til 31. ágúst nk.
Lesa meira

Frístund í Grunnskóla Fjallabyggðar skólaárið 2017-2018

Í vetur gefst nemendum 1.- 4. bekkjar Grunnskóla Fjallabyggðar kostur á að sækja frístundarstarf strax að skólatíma loknum frá kl. 13:30 – 14:30. Starfið verður fjölbreytt og unnið í samstarfi við íþróttafélögin í Fjallabyggð og tónlistarskólann á Tröllaskaga.
Lesa meira