Á fundi Bæjarráðs Fjallabyggðar nr. 516 þann 29. ágúst sl. var samþykkt framkomin ósk starfshóps um fjallaskil 2017 að einungis verði einar göngur og síðan verði eftirleitir framkvæmdar eftir tíðarfari. Bókun Bæjarráðs Fjallabygðar.
Aðalrétt í Ólafsfirði verður Reykjarétt og Ósbrekkurétt verður aukarétt.
Göngur og réttir í Fjallabyggð árið 2017 verða eftirfarandi:
Ólafsfjarðarmúli - Kálfsá - 15. september
Fossdalur - Kvíabekkur - 16. september
Kvíabekkur - Bakki - 20. september
Kálfsá - Reykjadalur - 21. september
Reykjarétt - Lágheiði - Fljót - 22. september
Héðinsfjörður / Hvanndalir - 15. september
Siglunes - Kálfsdalur - Skútudalur - 16. september
Hólsdalur - Skarðsdalur - 17. september
Úlfsdalir - Hvanneyrarskál - 16. september
Strákafjall og suður að rétt - 17. september
Rétt er að vekja athygli á því að dagsetningar gætu breyst ef veðurfar leyfir ekki fjárrekstur.
Á heimasíðu Bændablaðsins er hægt að nálgast kort er sýnir fjárréttir á landinu