Vígsluafmæli Siglufjarðarkirkju

Þann 28. ágúst nk. eru liðin 85 ár frá því Siglufjarðarkirkja var vígð. Af því tilefni verður sérstök hátíaðrmessa í Siglufjarðarkirkju sunnudaginn 27. ágúst og hefst hún kl. 14.00.

Frú Solveig Lára Guðmundsdóttir Hólabiskup prédikar, sóknarprestur þjónar fyrir altari. Kirkjukór Siglufjarðar syngur.  Eva Karlotta og Ragna Dís Einarsdætur og Þorsteinn B. Bjarnason syngja. Sigurður Hlöðvesson leikur á trompet. Organisti verður Rodrigo J. Thomas.

Boðið verður uppá kaffiveitingar í safnaðarheimilinu að guðsþjónustu lokinni.