Frístund í Grunnskóla Fjallabyggðar skólaárið 2017-2018

Í vetur gefst nemendum 1.- 4. bekkjar Grunnskóla Fjallabyggðar kostur á að sækja frístundarstarf strax að skólatíma loknum frá kl. 13:30 – 14:30.
Starfið verður fjölbreytt og unnið í samstarfi við íþróttafélögin í Fjallabyggð og tónlistarskólann á Tröllaskaga.

Skráning nemenda í frístundarstarfið nær yfir alla önnina en hægt verður að endurskoða skráningu um hver mánaðarmót verði þess óskað og ef nauðsyn krefur. Skráning fer fram með rafrænum hætti en einnig er hægt að skrá nemendur í síma 464-9150 eða á netfangið ritari@fjallaskolar.is

Nemendur fara beint í Frístund eftir að kennslu lýkur og þaðan í lengda viðveru þegar það á við.

Starfsfólk skólans verður nemendum til leiðsagnar og hjálpar um hvert þeir eiga að fara þegar kemur að Frístund. í lok Frístundar verður boðið upp á ávaxtabita. Hver nemandi heldur svo ýmist í lengda viðveru eða heim að lokinni Frístund.

Frístund er gjaldfrjáls en greitt er fyrir æfingar hjá íþróttafélögum og/eða fyrir einkatíma (söng- eða hljóðfæranám) hjá tónlistarskólanum.

Athugið að hægt er að nýta frístundakort ef þau hafa ekki þegar verið nýtt á þessu ári.

Þeir foreldrar sem ætla að nýta lengda viðveru fyrir börn sín skrá þau á sama stað eða hjá ritara. Lengd viðvera er frá 14.30 – 16.00 og fyrir hana er greitt samkvæmt gjaldskrá.

Valmöguleikar í Frístund

Hér má sjá lýsingu á viðfangsefnum í Frístund.