Fréttir

Stöðufundur með ferðaþjónustuaðilum í Fjallabyggð

Í framhaldi af ráðstefnu um ferðaþjónustu Fjallabyggðar, „Uppbygging nýrra áfangastaða“ sem haldin var 9. mars sl. boðar markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar til stöðufundar með ferðaþjónustu- og afþreyingarfyrirtækjum í Fjallabyggð.
Lesa meira

Vetraropnun Bókasafns Fjallabyggðar

Frá og með mánudeginum 25. september nk. tekur hefðbundin vetraropnunartími Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar gildi og verður sem hér segir: Opnunartími Siglufirði: Opið milli kl. 13:30 - 17:00 alla virka daga. Opnunartími Ólafsfirði: Opið milli kl. 13:00 - 17:00 alla virka daga.
Lesa meira

List fyrir alla í Grunnskóla Fjallabyggðar

Danski tónlistarmaðurinn Rune Thorsteinsson heimsótti Grunnskóla Fjallabyggðar í dag 13. september í tengslum við verkefnið List fyrir alla og fengu nemendur Grunnskólans að klappa, stappa og músísera með Rune.
Lesa meira

149. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

149. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar Siglufirði 13. september 2017 kl. 17.00
Lesa meira

Nýtt leiktæki til minningar um Svölu Dís

Nemendur og starfsfólk Grunnskólans á Norðurgötu á Siglufirði glöddust og sameinuðust í stórum vinahring á skólalóðinni í dag 8. september þegar nýtt leiktæki var formlega tekið í notkun.
Lesa meira

Kyrrðarstund í Ólafsfjarðarkirkju 10. september

Í tilefni alþjóðadags sjálfsvígsforvarna, verður kyrrðar- og tónlistardagskrá í Ólafsfjarðarkirkju sunnudaginn 10. september nk. kl. 20:00
Lesa meira

Sigurður Friðriksson lætur af störfum hjá Fjallabyggð

Sigurður lætur af störfum hjá Fjallabyggð eftir 38 ára samfellt starf en hann kom fyrst til starfa árið 1979. Hann vann um tíma eða í níu ár sem yfirmaður félagsmiðstöðvar á vetrum og yfirmaður vinnuskóla á sumrin.
Lesa meira

Viðburðir í Alþýðuhúsinu á Siglufirði 10. september

Sunnudaginn 10. september nk. verða tveir viðburðir í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Steingrímur Eyfjörð opnar sýningu í Kompunni kl. 14.00 og kl. 15.00 verður Margrét Elísabet Ólafsdóttir með erindi á “Sunnudagskaffi með skapandi fólki”.
Lesa meira

Málstofa í Hofi um ábyrga ferðaþjónustu

MÁLSTOFA Í HOFI UM ÁBYRGA FERÐAÞJÓNUSTU Fréttir 31.08.2017 Málstofa í Hofi um ábyrga ferðaþjónustu Í tengslum við verkefnið „Ábyrg ferðaþjónusta" verður haldin málstofa í Hamraborg í Hofi þann 8. september næstkomandi, klukkan 14-16. Málstofan er haldin í samstarfi við Markaðsstofu Norðurlands, en að verkefninu standa FESTA og Íslenski ferðaklasinn. Málstofan er fyrir alla þá sem hafa eitthvað með þróun og uppbyggingu ferðaþjónustu að gera, hvort sem það eru fyrirtæki, íbúar, menntastofnanir eða opinberir aðilar. Dagskrá: Ávarp frá Unni Valborgu Hilmarsdóttur, formanns Ferðamálaráðs Íslands og Markaðsstofu Norðurlands Erindi: Greining á beinum opinberum tekjum og gjöldum, Haraldur Ingi Birgisson, Deloitte. Frá sjónarhóli íbúa - Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, Rannsóknarmiðstöð ferðamála. Áhrif ferðaþjónustu í nærsamfélagi - Róbert Guðfinnsson, Siglufirði Samantekt og lokaorð - Matthías Rögnvaldsson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar.
Lesa meira

Stýrihópur Arctic Coast Way stækkar

Stýrihópurinn fyrir verkefnið Arctic Coast Way hefur nú verið stækkaður úr 6 meðlimum í 17 og er vinna hafin við annan áfanga verkefnisins. Sótt hefur verið um aukið fjármagn i hina ýmsu sjóði og mun því verkefnið fara á flug inn í næsta áfanga. Aðilar í stýrihópnum koma nú frá öllum þeim svæðum sem ferðamannavegurinn nær til og þeir starfa á mörgum sviðum sem snerta verkefnið.
Lesa meira