Fréttir

Á allra vörum

Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 26. september sl. að styrkja verkefnið Á allra vörum um 100.000 kr. Í ár styður verkefnið við Kvennaathvarfið og uppbyggingu þess á íbúðum fyrir konur og börn sem hafa ekki í nein hús að vernda að lokinni dvöl þeirra í athvarfinu Á allra vörum hefur notið stuðnings fjölda fólks og fyrirtækja í gegnum árin.
Lesa meira

Farskóla safnmanna á Siglufirði

Um 150 íslenskir safnmenn og félagar í FÍSOS, Félagi íslenskra safna og safnamanna, halda í dag miðvikudaginn 27. september árlegan Farskóla safnamanna á Siglufirði undir yfirskriftinni "Söfn í stafrænni veröld". Á sama tíma verður aðalfundur félagsins.
Lesa meira

Styrkir úr Hönnunarsjóði

HÖNNUNARSJÓÐUR minnir á að enn er opið fyrir umsóknir um styrki. Þetta er fjórða og síðasta úthlutunin á þessu ári, en frestur til þess að sækja um styrk rennur út á miðnætti fimmtudaginn 5. október. Í þessari atrennu er hægt að sækja um markaðs-, þróunar- og verkefnastyrk. Auk þess sem hægt er að sækja um ferðastyrki.
Lesa meira

Húsaskilti afhjúpuð á Siglufirði

Klukkan 16:00 í dag, mánudaginn 25. september, afhendir Ytrahúsið–áhugamannafélag sjö "emaleruð" skilti nokkrum húsum að gjöf. Um er að ræða söguleg hús í miðbænum sem hafa notið verulegra endurbóta og viðhalds á undanförnum árum. Með þessu vill félagið endurgjalda að einhverju leyti þann stuðning sem endurreisn Yrtahússins/Söluturnsins hefur fengið á undanförnum árum.
Lesa meira

Skólaakstur - breyting á brottfarartíma frá Ólafsfirði

Vakin er athygli á því að örlítil lagfæring verður gerð á brottfarartíma skólarútunnar frá Ólafsfirði og gildir breytingin frá og með mánudeginum 25. september nk. Frá Ólafsfirði kl. 16.15 í stað 16:10 eins og auglýst hefur verið. Engar aðrar lagfæringar eru á tímatöflu skólarútunnar.
Lesa meira

Stöðufundur með ferðaþjónustuaðilum í Fjallabyggð

Í framhaldi af ráðstefnu um ferðaþjónustu Fjallabyggðar, „Uppbygging nýrra áfangastaða“ sem haldin var 9. mars sl. boðar markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar til stöðufundar með ferðaþjónustu- og afþreyingarfyrirtækjum í Fjallabyggð.
Lesa meira

Vetraropnun Bókasafns Fjallabyggðar

Frá og með mánudeginum 25. september nk. tekur hefðbundin vetraropnunartími Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar gildi og verður sem hér segir: Opnunartími Siglufirði: Opið milli kl. 13:30 - 17:00 alla virka daga. Opnunartími Ólafsfirði: Opið milli kl. 13:00 - 17:00 alla virka daga.
Lesa meira

List fyrir alla í Grunnskóla Fjallabyggðar

Danski tónlistarmaðurinn Rune Thorsteinsson heimsótti Grunnskóla Fjallabyggðar í dag 13. september í tengslum við verkefnið List fyrir alla og fengu nemendur Grunnskólans að klappa, stappa og músísera með Rune.
Lesa meira

149. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

149. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar Siglufirði 13. september 2017 kl. 17.00
Lesa meira

Nýtt leiktæki til minningar um Svölu Dís

Nemendur og starfsfólk Grunnskólans á Norðurgötu á Siglufirði glöddust og sameinuðust í stórum vinahring á skólalóðinni í dag 8. september þegar nýtt leiktæki var formlega tekið í notkun.
Lesa meira