Athugið að enn ber að sjóða allt neysluvatn í Ólafsfirði

Staðfest er að neysluvatn í Ólafsfirði en ennþá mengað. Sýni eru tekin reglulega og tilkynning um breytingar á gæðum neysluvatnsins verða tilkynntar um leið og óhætt er að neyta vatnsins.

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum sem haldin var 24. október sl. að veita fjármagni til þess að setja upp geislatæki við vatnstankinn í Brimnesdal. Áætlaður kostnaður við framkvæmdina er um 5.000.000.- kr.

Veitustofnun Fjallabyggðar hefur unnið við endurbætur á vatnsbólum og er byrjað að undirbúa uppsetningu á geislatækinu. Gera má ráð fyrir að geislatækið verði komið í notkun eftir 2-3 vikur.