Kynningarfundur með íbúum, þjónustuaðilum, verslunareigendum, fulltrúum atvinnulífs, félagasamtaka og annarra samtaka í Fjallabyggð vegna Norrænu strandmenningarhátíðarinnar.
Fundurinn verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar 6. nóvember nk. og hefst kl. 17:00
Strandmenningarhátíðin hefur verið haldin árlega frá árinu 2011 og hafa Norðurlöndin skipt með sér hlutverki gestgjafa. Fyrsta hátíðin var haldin á Húsavík undir heitinu Sail Húsavík.
Þátttakendur koma víðsvegar að frá Norðurlöndum og einhverjir munu koma siglandi yfir hafið en viðburðir á hátíðinni munu vera í formi fyrirlestra, sýninga, handverks, tónleika, leiklistar- og dansatriða.
Hátíðin er samstarfsverkefni Nordisk kustkultur, sem eru regnhlífasamtök norrænna strandmenningarfélaga, Vitafélagsins, Síldarminjasafns Íslands, Þjóðlagahátíðarinnar og Fjallabyggðar en Siglufjörður heldur upp á 100 ára kaupstaðarafmæli á næsta ári auk þess sem árleg Þjóðlagahátíð fer fram sömu daga.
Allir velkomnir!