11.01.2018
Endurbótum í sundlauginni á Siglufirði mun ljúka nk. mánudag en íþróttamiðstöðin verður lokuð frá kl. 16:00 þann dag vegna kvikmyndatöku. Íþróttamiðstöðin opnar aftur þriðjudaginn 16. janúar kl. 6:30 þar með talin sundlaugin.
Lesa meira
10.01.2018
Í janúar og febrúar verða starfsmenn Markaðsstofunnar á ferð um landshlutann og bjóða öllum þeim sem hafa áhuga til viðtals um þau verkefni sem verið er að vinna að á vegum stofnunarinnar, eins og DMP áfangastaðaáætlun, Flugklasann Air 66N, Norðurstrandarleið, Okkar Auðlind og fleira. Hægt verður að panta 15-20 mínútna langa fundi með þeim Arnheiði Jóhannsdóttur framkvæmdastjóra og Birni H. Reynissyni verkefnastjóra DMP.
Lesa meira
10.01.2018
Í vikunni kom út stöðuskýrsla vegna DMP-verkefnisins sem Markaðsstofa Norðurlands vinnur að, ásamt Ferðamálastofu, Selasetri Íslands og Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga.
Í skýrslunni er farið yfir þá vinnu sem nú þegar er lokið, farið er yfir hvað er framundan og hverjar áherslur verkefnisins verða.
Lesa meira
10.01.2018
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands minnir á að Lífshlaupið 2018 hefst 31. janúar.
Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna.
Lesa meira
10.01.2018
Hönnunarsjóður auglýsir eftir umsóknum um ferðastyrki, þetta er fyrsta úthlutun af fjórum í ár. Frestur til þess að sækja um styrk rennur út á miðnætti þann 2. febrúar. Hver ferðastyrkur nemur 100.000 krónum.
Lesa meira
09.01.2018
Vakin er athygli á því að næsti fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar, nr. 155, verður haldinn í Menningarhúsinu Tjarnarborg Ólafsfirði 2þann 4. janúar 2018 kl. 17.00.
Lesa meira
08.01.2018
Borið hefur á því að það finnist olíu/bensínlykt upp úr niðurföllum í íbúðarhúsum núna síðustu daga. Þetta hefur áður gerst og orsakavaldur ekki fundist.
Lesa meira
08.01.2018
Þrettándabrenna og flugeldasýning Kiwanisklúbbsins Skjaldar í samvinnu við Björgunarsveitina Stráka og grunnskólanemendur verður haldinn í dag mánudaginn 8. janúar kl. 18:00.
Blysför frá ráðhústorginu kl. 18:00 að brennu. Allir hvattir til að mæta í grímubúningum. Eftir brennu verður diskó á Rauðku fyrir börnin.
Lesa meira
08.01.2018
Vegna kvikmyndatöku hjá Truenorth verður göngustígur sunnan Eyraflatar, suður að Hólsá hvorki mokaður í dag né á morgun eins og fyrirhugað var.
Lesa meira
05.01.2018
Afgreitt var á 522. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar þann 10. október sl. að sett yrðu sæti með þriggja punkta mjaðmar- og axlarbeltum í öll sæti skólarútunnar og að auki verði sérstakar bílsessur í bílnum fyrir yngstu nemendur.
Lesa meira