Ný sæti og belti í skólarútunni

Afgreitt var á 522. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar þann 10. október sl. að sett yrðu sæti með þriggja punkta mjaðmar- og axlarbeltum í öll sæti skólarútunnar og að auki verði sérstakar bílsessur í bílnum fyrir yngstu nemendur.

Samkvæmt reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja þurfa hópferðabifreiðar aðeins að vera með tveggja festu bílbeltum og eru stórar rútur í skólaakstri almennt búnar slíkum öryggisbúnaði. Til að HBA gæti uppfyllt ítarlegri öryggiskröfur Fjallabyggðar á öryggisbúnaði í skólarútu þurfti að skipta um sætin í bílnum.

Sætunum hefur nú verið komið fyrir í skólarútunni og hafa þau nú öll þriggja punkta bílbelti. Á næstu vikum verða innleiddar sessur með baki fyrir þau börn sem ekki hafa náð 135cm. hæð.

Samkvæmt mælingu hafa öll börn í 4. bekk náð þeirri hæð en gert er ráð fyrir að öll börn í 1. og 2 .bekk sem og langflest börn í 3. bekk fá bílsessu með baki.

Farið verður í að venja börnin við hinar nýju sessur og kenna þeim að spenna á sig öryggisbeltin sjálf og verður það gert í áföngum til að lágmarka töf á brottför skólabílsins.

Viðmið um hæð barna var fengin frá Samgöngustofu. 

Skólaliði verður starfandi í skólarútunni eins og verið hefur og mun aðstoða börnin.

Allar frekari upplýsingar veitir Ríkey Sigurbjörnsdóttir í síma 464-9100 eða á netfangið: rikey@fjallabyggd.is

 

Skólarúta sæti Skólarúta sæti