Fréttir

Félagsþjónustan auglýsir eftir stuðningsfjölskyldum

Félagsþjónustan auglýsir eftir stuðningsfjölskyldum Félagsþjónustur Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar auglýsa eftir stuðningsfjölskyldum til þess að taka á móti barni á heimili sitt í þeim tilgangi að létta álagi af fjölskyldu og/eða styrkja stuðningsnet barns, eftir því sem við á. Um er að ræða úrræði veitt á grundvelli laga um málefni fatlaðs fólks og barnaverndarlaga.
Lesa meira

Kynning á niðurstöðum ytra mats á Leikskóla Fjallabyggðar

Lesa meira

Tafir á sorphirðu í vikunni 15. - 19. janúar

Vegna veðurs hefur sorphirða verið stöðvuð í dag mánudaginn 15. janúar. Ef veður batnar verður losun hafin aftur á morgun og eru íbúar vinsamlega beðnir um að hreinsa frá sorptunnum ef mikill snjór hefur safnast við þær.
Lesa meira

Heilsueflandi samfélag

Áfram verður unnið að innleiðingu verkefnisins Heilsueflandi samfélag í Fjallabyggð. Tekin hefur verið ákvörðun um að stofna 5 manna stýrihóp fyrir verkefnið og unnið að formlegri umsókn um þátttöku í verkefninu.
Lesa meira

Sturlaugur Kristjánsson bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2018

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar hefur samþykkt að tilnefna Sturlaug Kristjánsson sem Bæjarlistamann Fjallabyggðar 2018.
Lesa meira

Sundlaugin á Siglufirði lokuð - uppfærð frétt

Endurbótum í sundlauginni á Siglufirði mun ljúka nk. mánudag en íþróttamiðstöðin verður lokuð frá kl. 16:00 þann dag vegna kvikmyndatöku. Íþróttamiðstöðin opnar aftur þriðjudaginn 16. janúar kl. 6:30 þar með talin sundlaugin.
Lesa meira

Starfsmenn Markaðsstofu Norðurlands til viðtals á Siglufirði

Í janúar og febrúar verða starfsmenn Markaðsstofunnar á ferð um landshlutann og bjóða öllum þeim sem hafa áhuga til viðtals um þau verkefni sem verið er að vinna að á vegum stofnunarinnar, eins og DMP áfangastaðaáætlun, Flugklasann Air 66N, Norðurstrandarleið, Okkar Auðlind og fleira. Hægt verður að panta 15-20 mínútna langa fundi með þeim Arnheiði Jóhannsdóttur framkvæmdastjóra og Birni H. Reynissyni verkefnastjóra DMP.
Lesa meira

DMP stöðuskýrsla komin út

Í vikunni kom út stöðuskýrsla vegna DMP-verkefnisins sem Markaðsstofa Norðurlands vinnur að, ásamt Ferðamálastofu, Selasetri Íslands og Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga. Í skýrslunni er farið yfir þá vinnu sem nú þegar er lokið, farið er yfir hvað er framundan og hverjar áherslur verkefnisins verða.
Lesa meira

Lífshlaupið 2018 hefst 31. janúar

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands minnir á að Lífshlaupið 2018 hefst 31. janúar. Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna.
Lesa meira

Hönnunarsjóður auglýsir eftir umsóknum

Hönnunarsjóður auglýsir eftir umsóknum um ferðastyrki, þetta er fyrsta úthlutun af fjórum í ár. Frestur til þess að sækja um styrk rennur út á miðnætti þann 2. febrúar. Hver ferðastyrkur nemur 100.000 krónum.
Lesa meira