Nú er þriðja áfangaskýrslan um Arctic Coast Way - Norðurstrandarleið komin út. Í skýrslunni er fjallað um þróun á upplifunum, en sú vinna er unnin í samstarfi við breska ráðgjafafyrirtækið Blue Sail.
Í vinnunni er öllum hagsmunaðilum boðið að taka þátt, með því að horfa á Norðurstrandarleið sem áfangastað; hvað er einstakt og frábrugðið öðrum áfangastöðum, hverjir eru styrkleikar Norðurlands og hvernig er hægt að skapa framúrskarandi upplifun sem keppir við það sem er í boði á hinum alþjóðlega markaði. Markmiðið er að ferðamenn skapi minningar sem fylgi þeim allt þeirra líf og ógleymanlegar sögur sem þeir segja og verða þannig talsmenn Norðurstrandarleiðar. Sérstakur þáttur í þessari vinnu verður þróun á matarupplifunum.
Við bjóðum öllum ferðaþjónustuaðilum við Norðurstrandarleið að taka þátt í þessu ferli, að færa þær vörur sem nú þegar eru í boði á leiðinni inn í stefnumarkandi og framúrskarandi upplifanir.
Hér má skoða skýrsluna.
Eldri skýrslur eru aðgengilegar hér.