Álagning fasteignagjalda í Fjallabyggð 2018

Álagningu fasteignagjalda 2018 hefur nú verið lokið.

Álagningarseðlar fasteignagjalda fyrir árið 2018 hafa verið sendir út, einnig eru þeir aðgengilegir í gegnum mín Fjallabyggð, íbúagáttina á heimasíðu Fjallabyggðar.

Greiðsluseðlar verða ekki sendir út á pappír til þeirra sem eru fæddir eftir 1951, nema þess sé sérstaklega óskað.
Ef óskað er eftir því að fá enda greiðsluseðla, vinsamlegast hafið samband í síma 464-9100 eða á netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is

Gjalddagar fasteignagjalda verða átta, frá 1. mars til og með 1. október 2018.

Hægt er að greiða fasteignagjöld með boðgreiðslum, og ef þess er óskað vinsamlegast hafið samband við skrifstofur Fjallabyggðar sem fyrst.

Lækkun fasteignaskatts á íbúðum elli- og örorkulífeyrisþega er reiknuð við álagningu fasteignagjalda. Afslátturinn er hlutfallslegur að teknu tilliti til allra skattskyldra tekna skv. skattframtali.
Ekki er þörf að sækja sérstaklega um þennan afslátt.

Hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is eða hringja í síma 464-9100

Álagningarreglur fasteignagjalda 2018