Rótarýdagurinn verður þann 24. febrúar nk. Af því tilefni verður Rótarýklúbbur Ólafsfjarðar með dagskrá á Hornbrekku, dvalarheimili aldraðra í Ólafsfirði og hefst hún kl. 14:45.
Dagskrá dagsins:
- Kynning á Rótarýhreyfingunni og samfélagsstarfi klúbbsins. Erindi stutt ljósmyndum á tjaldi, í umsjá stjórnar klúbbsins og Rótarýdagsnefndar.
- Kaffisamsæti með heimilisfólki, starfsfólki og gestum í boði klúbbsins. Rótarýdagsnefnd afhendir heimilinu gjafir.
- Fjárstyrkur til Pálshúss (Safnahússins í Ólafsfirði) afhentur, farið yfir vinnuframlag klúbbfélaga í þágu hússins.
- Fjárstyrkur til Team Rynkeby vegna krabbameinssjúkra barna. Tilefnið árleg hjólreiða og söfnunarferð þeirra frá Kaupmannahöfn til Parísar. Haukur Sigurðsson félagi í kúbbnum og liðsmaður í Team Rikkeby mun veita honum viðtöku.
Eftir styrkveitingarnar verður tónlistarflutningur í umsjá Ave Köru Sillaots tónlistarkennara.
Fyrirhugað er að klúbburinn beri út kynningarbæklinga um Rótarýhreyfinguna í öll heimili í Ólafsfirði.