Menningarminjadagar - Leiðsögn um rústir Evangerverksmiðjunnar

Menningarminjadagarnir eru haldnir ár hvert í þeim 50 löndum sem hlut eiga að Menningarsáttmála Evrópu. Allt frá Aserbæsjan í austri, til Portúgals í vestri og norður til Noregs. Markmið þessara daga er að vekja athygli og áhuga á ríkri og fjölbreyttri menningu þeirra samfélaga sem byggja álfuna. Þema ársins 2017 er „Minjar og náttúra“.

Boðið er upp á fjölbreytta viðburði hringinn um landið sem tengjast á einn eða annan hátt mannlífi, náttúru og sögu fyrri tíma hérlendis.
Allir viðburðirnir eiga það sameiginlegt að vera í höndum fyrirmyndaraðila sem starfa með menningarminjar og mun Örlygur Kristfinnsson leiða göngu um minjasvæði Evangerverksmiðjunnar laugardaginn 14. október nk. kl. 13:00.

Evangerverksmiðjan

 

Evangerverksmiðjan 

                           Evangerverksmiðjan var reist 1911 og var fyrsta stóra síldarverksmiðja landsins. Segja má að hún hafi markað innreið nútímans á Siglufirði. Snjóflóð féll á Evangerverksmiðjuna árið 1919 og hefur hún verið rústir einar síðan þá. 

  

 

 

European Heritage Days
Nánar má fræðast um alla viðburði Menningarminjadaganna á  vefsíðunni www.europeanheritagedays.com þar sem hver og einn viðburður glitrar sem stjarna á Íslandskortinu.

 


Nánar um verkefnið á heimasíðu Minjastofnunar Íslands
Um þemað „minjar og náttúra“ af síðu Evrópuráðsins.