Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands verður fagnað á næsta ári með fjölbreyttri dagskrá um land allt. Opnuð hefur verið vefsíða afmælisársins á slóðinni www.fullveldi1918.is. Vefsíðan verður upplýsingasíða þar sem m.a. verður hægt að fylgjast með dagskrá afmælisársins og skrá verkefni á dagskrá.
Opnað hefur verið fyrir tillögur að verkefnum á dagskrá afmælisársins og skal þeim skilað rafrænt í gegnum vefsíðuna www.fullveldi1918.is fyrir kl 16:00 þann 22. október nk.
Íbúar Fjallabyggðar eru hvattir til að huga að áhugaverðum verkefnum og senda inn tillögur og að kynna sér viðmið um mat á verkefnum.
Alþingi kaus nefnd með fulltrúum allra þingflokka haustið 2016 til að undirbúa hátíðahöldin m.a. í samvinnu við Árnastofnun. Allar nánari upplýsingar um hátiðina veita þau Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir framkvæmdastjóri ragnheiðurjona@fullveldi1918.is og Einar K. Guðfinnsson ekg@ekg.is