Tilkynning frá Tæknideild Fjallabyggðar

Ennþá er mengun í vatnsveitu Ólafsfjarðar og eru íbúar og notendur eindregið hvattir til að sjóða allt neysluvatn þar til annað verður upplýst.

Tekin voru sýni í gær mánudaginn 23. október og niðurstöðu að vænta næstu daga.

Flestar E. coli bakteríur eru skaðlitlar, en ef E. coli finnst í neysluvatni, þá bendir það til þess að hættulegar bakteríur geti leynst í vatninu. Veitustofnun Fjallabyggðar hefur nú þegar hafið vinnu við endurbætur.