Fréttir

Grunnskóli Fjallabyggðar afhendir nemendum ritfangapakka að gjöf

Grunnskóli Fjallabyggðar afhendir nemendum ritfangapakka að gjöf frá sveitarfélaginu við skólabyrjun haustið 2018. Ritfangapakkinn er svipaður milli árganga og felur í sér skriffæri, stíla- og reikningsbækur, skæri, teygjumöppu, tréliti, reglustikur o.s.frv. eftir þörfum hvers árgangs. Það sem ekki er í ritfangapakkanum þurfa foreldrar að útvega.
Lesa meira

Skóla- og frístundaakstur

Skóla- og frístundaakstur milli byggðakjarna verður eftirfarandi frá 13. ágúst fram að skólabyrjun. Rútan fer frá skólahúsinu við Norðurgötu Siglufirði og skólahúsinu við Tjarnarstíg Ólafsfirði.
Lesa meira

Opið fyrir umsóknir um styrki frá NATA

Vakin er athygli á að nú er opið fyrir umsóknir um styrki frá NATA, samstarfssamningi Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Veittir eru styrkir til markaðs- og þróunarverkefna annars vegar og ferðastyrkir hins vegar.
Lesa meira

Harpa Björnsdóttir í Kompunni

Harpa Björnsdóttir opnar sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði næstkomandi laugardag, 4. ágúst kl. 14.00. Sýningin nefnist „Mitt fley er lítið en lögur stór“, og fjallar um vægi manneskjunnar í hinu stóra samhengi. Á reginhafi og í mannhafi er hún svo óumræðilega lítil, en öðlast stærð, vægi og minni í gegnum verk sín og gjörðir, ástvini og elsku. Harpa Björnsdóttir hefur starfað sem myndlistarmaður frá árinu 1983 og verið virk á vettvangi myndlistar og menningarmála. Hún hefur haldið yfir 30 einkasýningar og tekið þátt í yfir 50 samsýningum, heima og erlendis.
Lesa meira

Ben Salter - Tónleikar í Siglufjarðarkirkju

Laugardagskvöldið 4. ágúst klukkan 20:00 í Siglufjarðarkirkju mun hinn víðförli ástralski trúbador Ben Salter flytja söngdagskrá með eigin lögum og textum.
Lesa meira

Lifandi tónlist um Verslunarmannahelgina á Torginu á Siglufirði

Lifandi tónlist um Verslunarmannahelgina á Torginu á Siglufirði Það verður nóg um að vera á veitingastaðnum Torginu á Siglufirði yfir Verslunarmannahelgina, þar sem sambland verður af góðum mat og lifandi tónlist alla helgina.
Lesa meira

Vel heppnaðir Trilludagar

Trilludagar voru haldnir á Siglufirði í þriðja sinn um nýliðna helgi. Þóttu þeir takast einstaklega vel og var góð stemning á bryggjunni allan daginn. Talið er að um 1500 manns hafi lagt leið sína niður á höfn og notið þess sem í boði var.
Lesa meira

Búið er að opna aftur tjaldsvæðið við Stóra Bola

Búið er að opna tjaldsvæðið við Stóra Bola.
Lesa meira

Tjaldsvæðið við Stóra-Bola lokað í dag

Vegna framkvæmda við uppsetningu snjóflóðastoðvirkja í Hafnarhyrnu, fyrir ofan Siglufjörð, verður að loka tjaldsvæðinu við Stóra-Bola það sem eftir lifir dags og fram eftir degi á morgun 26. júlí.
Lesa meira

Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir stelpur í Fjallabyggð

Dagana 7. - 10. ágúst nk. verður Kristín Tómasdóttir á ferðinni með sjálfstyrkingarnámskeið fyrir stúlkur á aldrinum 8-12 ára í Fjallabyggð.
Lesa meira