Fréttir

Norðurstrandarleið/Arctic Coast Way

Síðasti vinnufundur með Blue Sail verður haldinn á Akureyi þann 12. september nk.
Lesa meira

Skólaakstur veturinn 2018

Nýtt skólaár er að hefjast og því tekur gildi ný tímatafla fyrir skólarútuna í Fjallabyggð. Nemendur og starfsmenn bæði grunn- og menntaskólans eru hvattir til að nota rútuna. Vakin er athygli á því að almenningur getur einnig nýtt sér þessar ferðir svo fremi sem rútan er ekki fullsetin.
Lesa meira

Listhús Ólafsfirði - Paysages islandais // íslenskt landslag

Paysages islandais // íslenskt landslag Artists: • Anita Hunor (Hungary/Corsica) • Anna Kristín Semey (Iceland) Date: 14 August - 30 August 2018 Opening reception: 14:00 Place: Kaffi Klara The exhibition consists of different landscapes with different perspectives in Iceland. /Oil and pastel paintings/ Anna Kristín Semey The pastel sketches and oil painting are the artist's own impression of water and gravity, and the landscape beyond the fjord (Eyjafjörður) Anita Hunor The works are inspired by the beauty of the Icelandic nature, especially around the local area of Ólafsfjörður and South-Eastern Iceland. In some of her works she uses a red-brown pigment made from the soil found in Hverarönd (Námafjall).
Lesa meira

Norðurlands jakinn 2018

Norðurlands Jakinn, keppni sterkustu manna landsins er aflraunakeppni sem fram fer á Norðurlandi og er hún í anda Vestfjarðarvíkingsins.
Lesa meira

Nýr skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar

Á fundi bæjarráðs Fjallabyggðar, þriðjudaginn 14. ágúst 2018 var samþykkt að ráða Erlu Gunnlaugsdóttur í starf skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar. Erla hefur undanfarin ár starfað sem verkefnastjóri sérkennslu við Grunnskóla Fjallabyggðar.
Lesa meira

Frístund í Grunnskóla Fjallabyggðar skólaárið 2018-2019

Í vetur, líkt og á síðasta skólaári, verður nemendum í 1.-4. bekk gefinn kostur á frístundarstarfi strax að loknum skólatíma kl. 13:35 - 14:35. Starfið er fjölbreytt og í samstarfi við íþróttafélög og tónlistarskólann. Nemendur eru skráðir í frístundarstarfið hálfan vetur í einu.
Lesa meira

Nýtt og betra listasafn - Formleg opnun á endurgerðu Listasafni Akureyrar

Formleg vígsla og opnun stórbættra og aukinna salarkynna Listasafnsins á Akureyri fer fram á Akureyrarvöku laugardaginn 25. ágúst næstkomandi kl. 15:00-22:00. Þá sömu helgi verður 25 ára afmæli safnsins fagnað og fjórum dögum síðar á Akureyrarkaupstaður 156 ára afmæli
Lesa meira

í góðu skapi - Tónleikar í Þjóðlagasetri

Sunnudagskvöldið 19. ágúst mun fjöllistakonan Unnur Malín Sigurðardóttir skapa notalega stemmningu með söng, gítarleik og upplestri í Bjarnastofu Þjóðlagasetursins. Flutt verða fjölþjóðleg sönglög, flest frumsamin, en einnig fá nokkrar vel valdar ábreiður að fljóta með í bland. Til að brjóta upp tónaflóðið mun Unnur Malín að auki krydda efnisskrána með upplestri úr nokkrum vel völdum bókum. Upplesturinn samanstendur af léttum og stuttum köflum úr verkum Elísabetar Jökulsdóttur, Örlygs Sigurðssonar, föðurafa Unnar Malínar, og fleirri höfunda.
Lesa meira

Ærslabelgur í Ólafsfirði, góð gjöf frá Foreldrafélagi Leifturs

Á dögunum færði Foreldrafélag Leifturs í Ólafsfirði börnum í Fjallabyggð ærslabelg sem settur hefur verið upp er við Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar í Ólafsfirði.
Lesa meira

Undirbúningur skólaársins 2018-2019

Undirbúningur skólastarfs Grunnskóla Fjallabyggðar stendur yfir. Skóladagatal skólaársins 2018-2019 er hér á vef skólans. Starfsmenn skólans undirbúa komu nemenda næstu daga.
Lesa meira