Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða á heimasíðu Ferðamálastofu fyrir árið 2019. Umsóknarfrestur er til 28. október 2018.
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitir styrki til uppbyggingar, viðhalds og verndunar ferðamannastaða sem eru í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila allt um land og til aðgerða sem stuðla að öryggi ferðamanna og verndun náttúru landsins. Einnig er sjóðnum ætlað að fjölga viðkomustöðum ferðafólks til að draga úr álagi á fjölsótta ferðamannastaði.
Hvað er styrkhæft
Framkvæmdasjóðurinn styrkir framkvæmdir sveitarfélaga og einkaaðila á ferðamannastöðum til:
a. Uppbyggingar, viðhalds og verndunar mannvirkja og náttúru á ferðamannastöðum sem eru í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila.
b. Framkvæmda sem varða öryggi ferðamanna og verndun náttúru á ferðamannastöðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila.
c. Undirbúnings- og hönnunarvinnu vegna verkefna sem eru styrkhæf samkvæmt a- eða b-lið.
Styrkur greiðist út í samræmi við reglugerð sjóðsins og eru umsækjendur hvattir til að kynna sér reglurnar. Aðeins eru veittir styrkir til verkefna en ekki til staða eða aðila.
Sé aðeins veittur styrkur til undirbúnings- eða hönnunarvinnu skv. c-lið skal sú framkvæmd sem undirbúningur eða hönnunarvinna er vegna vera að öðru leyti styrkhæf skv. a- eða b-lið. Fyrirhuguðu verkefni skal í umsókn lýst svo skilmerkilega að mögulegt sé að meta styrkhæfi þess.
Framkvæmdir sem eru á landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum koma ekki til álita við úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða nema sérstaklega standi á, verkefnið sé í þágu almannahagsmuna og þarfnist skjótrar úrlausnar.
Undirbúningur borgar sig
Þannig má t.d. kynna sér lög nr. 75/2011 um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða og reglugerð um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða þar sem nánar er nánar fjallað um styrkveitingar, fyrirkomulag úthlutana og margt fleira (reglugerðin gæti tekið einhverjum breytingum fyrir næstu úthlutun). Aðilum er bent á að gott getur verið að taka myndir af svæðum á meðan jörð er enn auð.
Allar frekari upplýsingar og umsóknareyðublað er að finna á heimasíðu Ferðamálastofu