24.10.2018
Á síðasta ári 2017 var unnin hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) greining á íbúðamarkaðnum þar sem send var fyrirspurn til allra sveitarfélaga á landinu, um íbúðir í byggingu og tilbúnar lóðir og er niðurstaða þeirrar könnunar birt í meðfylgjandi riti Fasteignamarkaður á Vesturlandi
Lesa meira
22.10.2018
Vegna Landsfundar Upplýsingar 2018 verður bókasafnið í Ólafsfirði lokað dagana 24.-26. október nk.
Lesa meira
19.10.2018
Sýningin Sköpun og verk er tileinkuð handverki, sköpun og hönnun í Fjallabyggð og haldin í Menningarhúsinu Tjarnarborg fyrsta vetrardag 27. október og verður sýningin opin frá kl.13.00 – 17.00.
Lesa meira
19.10.2018
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra heldur 10 opna fundi hringinn í kringum landið til að ræða nýtt frumvarp um veiðigjald og stöðu sjávarútvegsins almennt.
Sunnudagskvöldið 21. október er komið að Akureyri. Fundurinn verður haldinn á Hótel Kea kl. 19:30-21:30.
Allir velkomnir.
Lesa meira
19.10.2018
Sunnudaginn 21. október kl. 11:00-12:00 verður fjölskylduleiðsögn um sýningu Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur, Hugleiðing um orku í Listasafni Akureyrar. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi Listasafnsins segir börnum og fullorðnum frá sýningunni. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum listamannsins. Þau sem eiga hamar eða önnur hentug verkfæri mega taka þau með. Aðgangur á fjölskylduleiðsögnina og listasmiðjuna er ókeypis í boði Norðurorku.
Lesa meira
17.10.2018
Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum fyrir árið 2019.
Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður og er hluti af Sóknaráætlun Norðurlands eystra. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki til menningarverkefna, atvinnuþróunar og nýsköpunar auk stofn- og rekstrarstyrkja til menningarmála. Sjóðurinn styrkir að jafnaði ekki meira en 50% af heildarkostnaði verkefna.
Lesa meira
16.10.2018
166. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Siglufirði. 18. október 2018 kl. 17.00
Lesa meira
03.10.2018
Vísindafélag Íslendinga og Rannsóknarmiðstöð ferðamála við Háskólann á Akureyri standa að málþingi um ferðamál á umbrotatímum laugardaginn 13. október nk.
Málþingið er öllum opið og hefst kl. 13.30 í sal M102 í aðalbyggingu Háskólans á Akureyri.
Lesa meira
03.10.2018
KEA auglýsir eftir umsóknum í Menningar- og viðurkenningasjóð
Lesa meira