30.11.2018
Fjölmenningarsetur og Velferðarráðuneytið, í umboði Innflytjendaráðs hafa undanfarið unnið að útgáfu bæklingsins „Fyrstu skrefanna“ þar sem fjallað er um helstu atriði sem fólk þarf að hafa í huga þegar sest er að á Íslandi, eins og heilsugæslu, hátíðis og frídaga, akstur, lögheimilisskráningu og kennitölur, dvalarleyfi og atvinnuleyfi utan EES borgara auk réttinda á vinnumarkaði svo eitthvað sé nefnt. Bæklingurinn er kominn út og er hann á 9 tungumálum.
Lesa meira
27.11.2018
Bæjarstjórn Fjallabyggðar 168. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Tjarnarborg, Aðalgötu 13, Ólafsfirði 29. nóvember 2018 kl. 17.00
Lesa meira
27.11.2018
Á allra næstu dögum verður aðventu- og jóladagskrá dreift í hús í Fjallabyggð þar sem fram koma upplýsingar um helstu viðburði í bæjarfélaginu á komandi aðventu. Tilvalið er að varðveita dagatalið og hengja það upp. Dagskráin er einnig aðgengileg hér fyrir neðan til lestrar eða útprentunar.
Lesa meira
19.11.2018
Hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel hefur nú hafið sölu á skipulögðum ferðum til Akureyrar með leiguflugi frá Hollandi. Ferðaskrifstofan áætlar að fljúga með ferðamenn yfir tvö tímabil á næsta ári, annars vegar yfir næsta sumar og hins vegar næsta vetur frá desember fram í mars.
Lesa meira
16.11.2018
"Ég bókaði allt sjálfur og það var mikið ódýrara...“
Mánudaginn 19. nóvember nk. kl. 10-12 kynnir Ferðamálastofa væntanlegar breytingar á lögum um starfsumhverfi ferðaþjónustuaðila á fundi á hótel KEA á Akureyri. Yfirskriftin er: "Ég bókaði allt sjálfur og það var mikið ódýrara...“
Lesa meira
13.11.2018
Bæjarstjórn Fjallabyggðar
167. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Tjarnarborg, Aðalgötu 13, Ólafsfirði. 15. nóvember 2018 kl. 17:00
Lesa meira
12.11.2018
Þann 16. nóvember nk. verður vetrarleyfi í Grunnskóla Fjallabyggðar og skipulagsdagur þann 19. nóvember. Þessa daga verður akstur skólabíls með eftirfarandi hætti:
Lesa meira
12.11.2018
Viðbótar frístundaakstur á þriðjudögum og fimmtudögum, sem settur var á síðastliðið haust til reynslu, hefur ekki verið nýttur sem skyldi og fellur hann því niður frá og með fimmtudeginum 15. nóvember næstkomandi.
Lesa meira
12.11.2018
Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Húsafriðunarsjóði fyrir árið 2019. Umsóknarfrestur er til og með 1. desember nk.
Lesa meira
12.11.2018
Fjarðargangan fer fram í Ólafsfirði 9. febrúar 2019 og er skráning hafin. Fjarðargangan verður glæsileg að vanda og er mikill metnaður er lagður í viðburðin að þessu sinni. Brautarlögn er sérstaklega gerð fyrir trimmara og er aðal markmiðið að hafa gaman og í leiðinni skora á sjálfan sig.
Lesa meira