21.01.2019
Bæjarstjórn Fjallabyggðar
170. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Tjarnarborg, Aðalgötu 13, Ólafsfirði 23. janúar 2019 kl. 17.00
Dagskrá:
1. Fundargerð 586. fundar bæjarráðs frá 20. desember 2018
2. Fundargerð 587. fundar bæjarráðs frá 8. janúar 2019.
3. Fundargerð 588. fundar bæjarráðs frá 15. janúar 2019.
4. Fundargerð 589. fundar bæjarráðs frá 22. janúar 2019.
5. Fundargerð 101. fundar hafnarstjórnar Fjallabyggðar frá 18. desember 2018.
6. Fundargerð 6. fundar Stýrihóps Heilsueflandi samfélags frá 10. janúar 2019.
7. Fundargerð 12. fundar Stjórnar Hornbrekku frá 11. janúar 2019.
8. Fundargerð 65. fundar fræðslu- og frístundanefndar frá 14. janúar 2019.
9. Fundargerð 66. fundar fræðslu- og frístundanefndar frá 22. janúar 2019.
10. Fundargerð 235. fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 16. janúar 2019.
11. Fundargerð 50. fundar markaðs- og menningarnefndar frá 16. janúar 2019.
12. Fundargerð 115. fundar Félagsmálanefndar Fjallabyggðar frá 16. janúar 2019.
Fjallabyggð 21. janúar 2019
Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir
Forseti bæjarstjórnar
Aðalmenn! Vinsamlegast boðið varamenn ef um forföll er að ræða
auk þess að tilkynna það á bæjarskrifstofuna
Lesa meira
18.01.2019
Eftirfarandi bílar úr Þjónustumiðstöð Fjallabyggðar eru til sölu.
Lesa meira
18.01.2019
Samningur hefur verið gerður við Tröppu ráðgjöf ehf. um sérfræðiráðgjöf við Grunnskóla Fjallabyggðar. Megin áhersla ráðgjafarinnar er framkvæmd á skólastefnu sveitarfélagsins og endurgerð á skólanámaskrá, sýn og stefnu grunnskólans með það fyrir augum að í daglegu starfi skólans endurspeglist starf í anda nýrrar fræðslustefnu Fjallabyggðar, núgildandi aðalnámskrár og ríkjandi menntastefnu í landinu - menntun án aðgreiningar.
Lesa meira
18.01.2019
Njáll Trausti Friðbertsson alþingismaður og formaður starfshóps á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um eflingu innanlandsflugsins og uppbyggingu flugvalla mun gera grein fyrir skýrslu starfshópsins og tillögum um niðurgreiðslu flugfargjalda skv. hinni svokölluðu skosku leið og uppbyggingu flugvalla.
Fundurinn verður haldinn í sal Ráðhúss Fjallabyggðar laugardaginn 26. janúar kl. 11:00.
Lesa meira
16.01.2019
Fyrsti súpufundur ársins verður haldinn, þriðjudagurinn 22. janúar kl. 11.30-13.00
Fundarstaður: Veitingastaðurinn Greifinn, Glerárgötu 20, 2.hæð.
Boðið upp á matarmikla súpu, salat & kaffi á kr.2000 sem greiðist á staðnum.
Áhugasamir eru vinsamlega beðnir um að skrá sig fyrir lok mánudagsins 21.janúar.
Lesa meira
16.01.2019
Laus er til umsóknar íbúð 201. Íbúðin er á 2 hæð og er 59,3 fm ásamt geymslu 7,8 fm. Umsóknarfrestur er til 25 janúar nk. Allar upplýsingar um íbúðina gefur Helga Hermannsdóttir í síma 467-1147 og 898-1147. Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð á fjallabyggd.is,bæjarskrifstofu og Skálarhlíð.
Lesa meira
14.01.2019
Timo Soini utanríkisráðherra Finnlands er í opinberri heimsókn á Íslandi. Leið ráðherrans lá til Siglufjarðar í gær en fram fór tvíhliða fundur utanríkisráðherra Íslands, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Timo Soini í Bátahúsinu í morgun.
Helga Helgadóttir formaður bæjarráðs tók á móti utanríkisráðherrunum fyrir hönd Fjallabyggðar og færði Fjallabyggð ráðherrunum gjöf hannaða af Bæjarlistamanni Fjallabyggðar 2019 Hólmfríði Vídalín Arngrímsdóttur.
Lesa meira
11.01.2019
Stýrihópur um Heilsueflandi samfélag hefur hug á að bjóða íbúum Fjallabyggðar upp á opið dansnámskeið sem haldið verður í Tjarnarborg
Lesa meira
11.01.2019
Verð á skólamáltíð í Grunnskóla Fjallabyggðar er óbreytt.
Í gjaldskrá Grunnskóla Fjallabyggðar 2019 kemur fram að verð á skólamáltíð er kr. 530 en það er óbreytt frá árinu 2018.
Lesa meira
10.01.2019
Athygli skal vakin á breyttum afsláttarprósentum í gjaldskránum sem veita foreldrum sem eru með fleiri en eitt barn í leikskóla og/eða lengdri viðveru í grunnskóla aukinn afslátt.
Systkinaafsláttur er veittur vegna barna á forræði forráðamanns/manna sem hér segir, að því tilskildu að þau eigi öll lögheimili í Fjallabyggð.
Lesa meira