Fyrsti súpufundur ársins verður haldinn, þriðjudagurinn 22. janúar kl. 11.30-13.00
Fundarstaður: Veitingastaðurinn Greifinn, Glerárgötu 20, 2.hæð.
Boðið upp á matarmikla súpu, salat & kaffi á kr.2000 sem greiðist á staðnum.
Áhugasamir eru vinsamlega beðnir um að skrá sig fyrir lok mánudagsins 21. janúar: á meðfylgjandi hlekk
DAGSKRÁ:
11.30 Matur framreiddur og borðað meðan á kynningu og umræðum stendur
11.45 Stafræn fræðsla
Halldór Arinbjarnarson verkefnastjóri Ferðamálastofu
11.55 Fetað í fótspor ferðamannsins. Bókunarhegðun og framtíð
Gauti Arnarsson, Viðskiptastjóri Booking.com
12.20 Veggjald í Vaðlaheiðagöng greiðsluleiðir
Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðaganga
12.30 Walk & Visit
Kynning á nýju fyrirtæki með áherslur á gönguferðir um Akureyri, sem lýkur með heimsókn á íslenskt heimili. Sigrún Stefánsdóttir
12.40 Breytingar á leyfismálum og reglugerð ferðamálastofu.
Helena Þ. Karlsdóttir forstöðumaður Stjórnslýslu- og umhverfissviðs Ferðamálastofu.
13.00 Fundarlok
Fundarstjóri: Ragnar Hólm Ragnarsson, verkefnastjóri Akureyrarstofu
Stefnt er að eftirfarandi dagsetningum fyrir súpufundi fram á vorið 19.febrúar, 12.mars, 9.apríl.
Óskir um kynningar eða efni inn á fundina má senda á mariat@akureyri.is
Athugið einnig að:
Booking.com býður upp á námskeiðið um Extranetið/Ytranetið á Booking.com eftir súpufundinn frá 14 til u.þ.b. 16.00 á Pósthúsbarnum.
Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig hægt er að nýtt sér ytranetið í daglegri starfsemi t.d. til að sjá um bókanir, skoða söluyfirlit, stöðuskýrslu og fleira. Einnig verður farið yfir hvernig nýta má tölfræðina á ytranetinu til þess að greina rekstur fyrirtækisins.
Allir sem eru í samstarfi við Booking á Norðurlandi fá send boð á fundinn.
Ef þú ert með gististað sem ekki er á Booking.com þá er hægt að skrá sig á joon.booking.com og mæta a.m.k. 15 mín áður enn námskeiðið hefst til að fá nauðsynlegar upplýsingar.