Fréttir

172. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

172. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði 13. mars 2019 kl. 17.00
Lesa meira

Þrjú fyrirtæki úr Fjallabyggð á Local Food matarhátíðinni í Hofi þann 16. mars nk.

Local Food matarhátíðin í ár verður haldin í glæsilegum húsakynnum Hofs þann 16. mars frá kl. 13.00-18.00. Þrír aðilar úr Fjallabyggð, Segull67, Kaffi Klara og North Experience taka þátt í Local Food.
Lesa meira

Fréttatilkynning - Öll óviðkomandi umferð á flugvellinum á Siglufirði er bönnuð

Óviðkomandi umferð á flugvellinum á Siglufirði er bönnuð. Flugbrautin er opin lendingarstaður og hafa flugrekstraraðilar í Eyjafirði látið moka brautina á eigin kostnað svo hægt sé að lenda flugvélum með farþega. Það er því ítrekað hér, að öll óviðkomandi umferð á flugvellinum er bönnuð.
Lesa meira

Fréttatilkynning - Eftirlitsáætlun Eldvarnaeftirlits í Fjallabyggð

Samkvæmt reglugerð um eldvarnir og eldvarnareftirlit nr. 723/2017 skal slökkviliðsstjóri birta árlega eftirlitsáætlun þar sem gerð er grein fyrir hvaða mannvirki, lóðir og starfsemi í sveitarfélaginu munu sæta eldvarnareftirliti það ár (20.gr). Hér má sjá eftirlitsáætlun ársins 2019.
Lesa meira

Fréttatilkynning - Reikningar vegna skólamáltíða og lengdrar viðveru

Reikningar vegna skólamáltíða og lengdrar viðveru Af óviðráðanlegum orsökum er ekki unnt að senda út reikninga fyrir skólamáltíðum og Lengda viðveru fyrr en eftir næstu helgi. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Lesa meira

Alþýðuhúsið á Siglufirði helgina 9. – 10. mars 2019

Laugardaginn 9. mars kl. 15.00 opnar Ólöf Helga Helgadóttir sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði sem ber yfirskriftina Maðurinn sem minnir á margt. Sunnudaginn 10. mars kl. 14.30 mun Margrét Jónsdóttir Njarðvík vera með erindi á Sunnudagskaffi með skapandi fólki sem fjallar um ferð hennar frá því að vera dósent í háskóla í að stofna fyrirtæki.
Lesa meira

Danskennsla í Tjarnarborg fellur niður sunnudaginn 3. mars

Danskennsla sem vera átti í Tjarnarborg sunnudagskvöldið 3. mars nk. kl. 20:00 fellur niður. Hittumst næst sunnudagskvöldið 10. mars kl. 20:00 Beðist er velvirðingar á þessu.
Lesa meira

Ferðumst saman – morgunverðarfundur um almenningssamgöngur milli byggða

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið býður til morgunverðarfundar um almenningssamgöngur milli byggða landsins fimmtudaginn 28. febrúar nk.
Lesa meira

Góðgerðarvika Neons

Nú líður að hinni árlegu ferð félagsmiðstöðvarinnar Neons á Samfestinginn og Söngkeppni Samfés sem haldin er í Laugardalshöll í Reykjavík. Ferðin er nýtt til allskonar hópeflis fyrir unglingana. Farið hefur verið í bíó, skemmtigarð o.s.fr
Lesa meira

Opnunartími íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar fram til 31. maí

Vegna sundnámskeiða Grunnskóla Fjallabygðar verður breyting á opnunartíma sundlauga Fjallabyggðar fram til 31. maí nk.
Lesa meira