Aukinn systkinaafsláttur af vistgjöldum leikskóla og lengdrar viðveru í grunnskóla

Gjaldskrár leik- og grunnskóla fyrir árið 2019 hafa verið birtar og eru aðgengilegar á heimasíðu Fjallabyggðar undir "Gjaldsrkár".

Athygli skal vakin á breyttum afsláttarprósentum í gjaldskránum sem veita foreldrum sem eru með fleiri en eitt barn í leikskóla og/eða lengdri viðveru í grunnskóla aukinn afslátt. 
Systkinaafsláttur er veittur vegna barna á forræði forráðamanns/manna sem hér segir, að því tilskildu að þau eigi öll lögheimili í Fjallabyggð.

50 % afsláttur vegna 2. barns
75 % afsláttur vegna 3. barns
100 % afláttur vegna 4. barns og þar umfram
Ekki er veittur afsláttur af fæðisgjaldi

Yngsta barn greiðir fullt gjald
Einstæðir foreldrar fá 30% afslátt af leikskólagjaldi fyrsta barns

Sérstaklega er vakin athygli á því að í fyrsta sinn er afsláttur tengdur milli leikskóla og lengdra viðveru.