09.11.2018
Súpufundur ferðaþjónustu-, menningar- og afþreyingaraðila í Fjallabyggð
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar stendur fyrir fundi með ferðaþjónustu-, menningar- og afþreyingaraðilum í Fjallabyggð fimmtudaginn 22. nóvember nk. frá kl. 18:00 – 20:00.
Fundarstaður: Menningarhúsið Tjarnarborg í Ólafsfirði.
Kl. 18:00-18:10 Ný markaðsstefna Fjallabyggðar
Kl. 18:10-18:25 Komur skemmtiferðaskipa
Kl. 18:25-18:40 Niðurstöður ferðavenjukönnunar sem Rannsóknamiðstöð ferðamála gerði á Siglufirði sumarið 2017
Kl. 18:40-19:00 Ferðaþjónustan í Fjallabyggð staða og þróun
Kl. 19:00-19:30 Kynningar úr heimabyggð
Kl. 19:30-20:00 Umræður
Lesa meira
09.11.2018
Íslenski ferðaklasinn auglýsir Dag ábyrgrar ferðaþjónustu.
Þann 6. desember nk. mun dagur Ábyrgrar ferðaþjónustu fara fram í Veröld – Húsi Vigdísar í Háskóla Íslands.
Fundurinn stendur frá kl. 9:00-11.00
Lesa meira
07.11.2018
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar hefur samþykkt á fundi sínum miðvikudaginn 7. nóvember 2018 að útnefna Hólmfríði Vídalín Arngrímsdóttur sem Bæjarlistamann Fjallabyggðar 2019.
Lesa meira
07.11.2018
Eyþing og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) hafa nú opnað viðamikinn gagnagrunn um menningartengda þjónustu á Norðurlandi sem nefnist Menningarbrunnur – Gagnagrunnur um menningarstarf á Norðurlandi. Skráning í grunninn er aðilum að kostnaðarlausu og verður skráning og viðhald upplýsinga í höndum Eyþings og SSNV. Menningarbrunnur – Gagnagrunnur um menningartengda þjónustu á Norðurlandi hlaut styrk úr Sóknaráætlun Norðurlands eystra sem áhersluverkefni 2015.
Lesa meira
06.11.2018
Undanfarið ár hefur starfsfólk Síldarminjasafnsins unnið að útgáfu ljósmyndabókar sem kemur út nú í byrjun desember.
Mikill metnaður hefur verið lagður í gerð bókarinnar sem telur rúmar 300 síður og ber heitið Siglufjörður. Ljósmyndir/Photographs 1872-2018.
Lesa meira
06.11.2018
Laugardaginn 10. nóv. 2018 kl. 15.00 opnar Georg Óskar sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði sem ber yfirskriftina “ Í stofunni heima “
Verkin á sýningunni eru unnin sérstaklega fyrir Kompuna og leikur Georg sér með bakgrunnslit fyrir málverkin þannig að í raun má tala um innsetningu í rýmið.
Lesa meira
06.11.2018
Seinni hundahreinsun!
Dýralæknir verður í Fjallabyggð sem hér segir:
Lesa meira
01.11.2018
Föstudagskvöldið 7. desember verður hið árlega jólakvöld haldið í miðbæ Ólafsfjarðar. Hefst það kl. 19:30 og stendur fram eftir kvöldi. Þá verður miðbærinn lokaður fyrir umferð ökutækja og hluti Aðalgötunar gerður af göngugötu.
Lesa meira
26.10.2018
Tónleikar til heiðurs bæjarlistamanni Fjallabyggðar 2018, Sturlaugi Kristjánssyni, verða haldnir í Menningarhúsinu Tjarnarborg þann 3. nóvember nk. og hefjast þeir kl. 21:00.
Lesa meira
24.10.2018
Á síðasta ári 2017 var unnin hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) greining á íbúðamarkaðnum þar sem send var fyrirspurn til allra sveitarfélaga á landinu, um íbúðir í byggingu og tilbúnar lóðir og er niðurstaða þeirrar könnunar birt í meðfylgjandi riti Fasteignamarkaður á Vesturlandi
Lesa meira