Tónleikar til heiðurs bæjarlistamanni Fjallabyggðar 2018

Tónleikar til heiðurs bæjarlistamanni Fjallabyggðar 2018, Sturlaugi Kristjánssyni, verða haldnir í Menningarhúsinu Tjarnarborg þann 3. nóvember nk. og hefjast þeir kl. 21:00. 

Sturlaugur Kristjánsson mun koma fram ásamt félögum sínum, hljómsveitinni Landabandinu og leika lög unga fólksins sem voru vinsæl milli 1960 og 1970.  Auk Sturlaugs sem leikur á bassa, skipa hljómsveitina þeir Guðmann Sveinsson, gítar,  Rodrigo Lopes, trommur og Daníel Pétur Daníelsson, söngur.

Sérstakir gestasöngvarar, þau Sævar Sverrisson, Lísebet Hauksdóttir og félagar úr sönghópnum Gómunum, koma einnig fram á tónleikunum. 

Að tónleikum loknum verður stiginn dans fram til kl. 01:00

Miðasala verður við innganginn.