Siglufjörður; Ljósmyndir/Photographs 1872-2018

Mynd: Síldarminjasafn Íslands
Mynd: Síldarminjasafn Íslands

Undanfarið ár hefur starfsfólk Síldarminjasafnsins á Siglufirði unnið að útgáfu ljósmyndabókar sem kemur út nú í byrjun desember.
Mikill metnaður hefur verið lagður í gerð bókarinnar sem telur rúmar 300 síður og ber heitið Siglufjörður. Ljósmyndir/Photographs 1872-2018.

Í bókinni er sagan rakin í 140 völdum ljósmyndum og stuttum textum á íslensku og ensku. Samtímis því að skoða meginþættina í sögu staðarins er skyggnst ofan í hið smáa og hversdagslega, athafnir hinna fullorðnu og leiki barnanna svo dæmi séu nefnd.

Höfundar bókarinnar eru starfsmenn Síldarminjasafns Íslands þau Anita Elefsen safna- og sagnfræðingur, Steinunn M. Sveinsdóttir sagnfræðingur og Örlygur Kristfinnsson, fyrrum safnstjóri.

Bókina er hægt að panta í forsölu hjá Síldarminjasafninu. Annað hvort með tölvupósti á netfangið safn@sild.is eða með því að hringja í síma 467 1604. Bókin kostar kr. 9.500,-