Mynd: Ferðamálastofa / Icelandic Tourist Board
"Ég bókaði allt sjálfur og það var mikið ódýrara...“
Mánudaginn 19. nóvember nk. kl. 10-12 kynnir Ferðamálastofa væntanlegar breytingar á lögum um starfsumhverfi ferðaþjónustuaðila á fundi á hótel KEA á Akureyri. Yfirskriftin er: "Ég bókaði allt sjálfur og það var mikið ódýrara...“
Breytingarnar munu hafa töluverð áhrif á starfsumhverfi ferðaþjónustufyrirtækja og meðal spurning sem velt verður upp er hvort þær styrki stöðu greinarinnar. Á fundinum munu fulltrúar Ferðamálastofu sitja fyrir svörum.
Hér má kynna sér nánari upplýsingar um nýja löggjöf
- Lög um Ferðamálastofu nr. 96/2018
- Lög um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun nr. 95/2018
Skráning og nánari upplýsingar
Nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn en honum verður einnig streymt (ekki þörf að skrá sig) og upptaka verður aðgengilega að fundi loknum.